sunnudagur, 6. apríl 2008

GÖNGUÞRAUT


Ég fór út að labba með Himma um daginn, eða öllu heldur var það hann sem ók aðeins austur úr Fávitafirði og henti mér út við grafreit franskra sjómanna. Mér þótti þetta fremur óþægilegt því það mynnti mig óneitanlega á þegar mér var hent út í frosinn surtann á síðasta degi jóla nú í ár.
Himmi rölti á undan mér niður brekkuna að grafreitnum. Ég hafði ekki grun hvað hann vildi þangað í þessum kulda og vindi. Snjórinn náði mér upp að hnjám og sem betur fer þoldi hann þungann.
Ég mjálmaði sífellt á Himma en hann snéri sér bara við, brosti og babblaði eitthvað á móti.
Við gengum alla leið niður í fjöru þar sem enginn snjór var en sandurinn og steinarnir voru blautir og kaldir og því heimtaði ég að Himmi héldi á mér og eftir að ég mjálmaði í honum tók hann mig í fangið en ég kom mér samt fyrir á öxlinni á honum.
Fljótlega fór að kvessa og þá færði ég mig bara inn undir frakkann hans þar sem mesta hlýjan var.
Loksins var Himmi búinn að fá nóg af kuldanum og allri fuglsmergðinni sem sat á sjónum. Þeir hafa skipt þúsundum og allir að bíða eftir norðan vindi sem flytur þá suður á bóginn.
Himmi lét mig auðvitað labba í snjónum upp brekkuna að bílnum okkar. Endalaus ganga og ég var ekkert smá feginn þegar í bílinn var komið.
Halli, eiginkona Himma, tók á móti okkur á svuntunni en hann hafði eldað grænmetispizzu. Ekkert smá hommalegt. Ég gæddi mér á lambapottrétti að hætti Wiskas og fékk svo harðfisk í eftirrétt áður en ég fékk mér lúr.
Róbert. Felis Cattus.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, það þarf víst að viðra kvikindið hann Himma.
Og já ég er sammála þér köttur, að grænmetispizza er hommaleg.

Mjá

Nafnlaus sagði...

Það þýðir ekkert að hætta svo að blogga bara! :)

Nafnlaus sagði...

hehehe helvíti góð færsla