laugardagur, 28. júní 2008

SENDIBRÉF

Ég sendi þetta email til Bjarna Gunnarssonar Þjónustustjóra Securitas á Austur Íslandi og yfirmans okkar Securitas fólks.
Sæll. Ertu ekki búinn að hafa það gott? Af hverju valdirðu Danmörk? Færðu ekki nóg útborgað til að fara á betri staði? Væri ekki nær að fara til Afríku og veiða nokkur Nonodýr? Jæja, hafðu það sem best.
Toffy er að gera útaf við mig og ég er búinn að fá nóg. Henni finnst alltaf svo gaman í vinnunni, dag eftir dag og ég get ekki haldið áfram að þykjast að vera hress enda dugar það skammt. Maður er alltaf að standa sig að því að hlæja með til þess að sýna félagslindi en ég er ekki lengur að nenna því. Er smuga að þú gætir komið henni yfir á aðra vakt. Eða sennilega best að senda hana eitthvert í bæinn í staðbundna gæslu í Kringlunni, Hagkaupum eða eitthvað þvílíkt?. Toffy talar of mikið og ég er orðinn þreyttur á að segja alltaf já, aha ókey, ég skil, í alvörunni og þar eftir götunum. Svo er hún alltaf að heimta að ég ætti að vera í góðu skapi þó ég sé sáttur við að vera í fýlu eða grumpy á morgnanna.
Annars fyrir utan allt þetta þá höfum við það bara nokkuð gott, sitjum bara hérna í 620 og skoðum það helsta á netinu en förum annað slagið í andlegar girðingaferðir Svo erum við búin að finna upp á leik, feluleik. þá fer eitt okkar og felur sig hvar sem er í 620. Svo fer annað þeirra sem eftir er til að finna þann er felur sig og tekur allt upp á vídeó. Svo stekkur sá er faldi sig og gargar eins og hún getur. Þetta er sérstaklega skemmtilegt á dagvöktum því þá eru svo magir sem glápa á mann gangandi um bygginguna með myndavél á lofti.
Við Toffy köllum okkur Vondu Öryggisverðina því við erum svo vond við starfsfólk Alcoa. Við öskrum á það við minnsta tilefni og erum viss um að við komumst upp með það því enn hefur enginn kvartað yfir þessu framferði. Við fréttum reyndar af einum strák sem hefði hætt en ég held það sé ekki út af okkur.
Jæja, meira var það ekki að sinni, bið að heilsa frúnni og sjáumst hressir í byrjun Júlí.
Hilmir

laugardagur, 21. júní 2008

VARÚÐ! AÐGÁT! PASSAÐU ÞIG!


Ágætu vinir og aðrir. Ég má til með að henda inn nokkrum varnaðarorðum varðandi 21 Júní en samkvæmt mínum spekúleringum ætti þetta að vera stórhættulegur dagur fyrir þig. Af hverju? Ég skal útlista það fyrir þér í stuttu máli en á tveggja ára fresti og einum degi betur, hefur eitthvað gerst, og það hófst fyrir tíu árum.
16. Júní 1998. Slagsmál á mallorga, brákað nef og kinnbein.
17. Júní 2000. Suðurlandsjarðskjálfti upp á 6,5 á richter. Vinkona mín hlaut opið sár inn að beini á fæti.
18. Júní 2002. sagaði af mér þumalfingur.
19. Júní 2004. Hélt mig innandyra með hjartað í buxunum. Braut skápahurð.
20. Júní 2006. Sagði vinum mínum frá raunum mínum og bað alla um að fara varlega. Vinkona mín frestar flugi til Englands um einn dag. Hver veit, en allt for vel þennan dag.
21. Júní 2008. Far þú varlega.

miðvikudagur, 18. júní 2008

HANN ER FARINN

Hann lá á dýnunni í stofunni með sængina yfir höfðinu. Aðeins nefið og munnurinn nutu berrýmis. Hann hraut vært. Hann var þreyttur eftir gærdaginn, reyndar alla vikuna sem hann hafði eytt hjá vini sínum austur á landi. Einkennilegt hvað sjávarþorp og náttúran getur haft áhrif á menn. Hann var uppgefinn og vildi komast heim í rúmið sitt. Móðir hans gaf honum þetta frábæra rúm. Hann hafði ekki þorað að spyrja hana hvað það kostaði því hann fann hverja einustu nótt að hún hafði ekki keypt það í lágvöruverslun. Hann velti fyrir sér hvernig hún hefði keypt það en trúði ekki því sem honum kom til hugar og ekki hafði hann kjart til að spyrja því hann vildi ekki eiga á hætti að móðga hana.
Klukkan hringdi sex mínútur yfir níu og ætlaði hann að leggja af stað sex mínútur yfir tíu fyrst honum fannst of snemmt að leggja af stað klukkan sex. Talan sex hafði veitt honum heppni gegnum árin, svona nokkrum sinnum en ekkert of oft.
Hann opnaði augun til hálfs og sá útundan sænginni að köttur vinar hans sat á dýnunni og horfði á hann. Honum brá og hljóðaði upp. Kötturinn hljóp í burtu. Hann henti af sér sænginni og settist upp og sá að föggur hans biðu eftir honum hann átti bara eftir að gera sig tilbúinn. Hann sat ennþá á dýnunni þegar hann seildist eftir buxunum en honum langaði frekar að skríða aftur undir sængina og liggja þar fram eftir degi. Honum fannst þetta vera besta sæng í heimi. Hann kom sér á fætur og skammaðist sín fyrir að hafa látið köttinn hræða sig.
Vinur hans kastaði á hann kveðju á leiðinni á salernið og hann fann þá þegar að honum var orðið verulega mál. Hann steig fast í fæturna til skiptis til að stemma við þrýstingnum. Það var eins og hann þyrfti að bíða til eilífðar en svo opnaði vinur hans dyrnar og vildi tala við hann en hann játti út í loftið og smeygði sér inn um dyrnar.
Hann horfði út um gluggan. Það var rigning og skýjað. Ekki það ferðaveður sem hann vildi en eftir spánni. Ekki mikill vindur. Hann rendi upp buxnaklaufinni og skolaði hendurnar, burstaði tennurnar sem hann hafði ekki sett í glas og skoðaði sig í speglinum. Hann hefði mátt raka sig.
Vinur hans var kominn á ról og klæddur og með tebolla í höndunum. Þeir skiptust á nokkrum orðum. Dvölin, golfið, bæjarkráin og lífið fyrir austan. Svo var komið að brottför. Félagarnir tókust í faðma við útidyrnar og kötturinn fylgdist með og gékk á brott í þann mund er hann átti að fá klapp í kveðjuskini. Honum fannst þetta vandræðalegt en líka spaugilegt.
Klukkan var sex mínútur yfir tíu og hann veifaði vini sínum úr bílnum. Hann hafði gangsett bílinn einni mínútu fyrr og þar til klukkan sló sjöttu mínútuna, hafði hann setið og þjóst vera að koma sér þægilega fyrir á meðan vinur hans beið eftir að fá að vinka honum þegar bíllinn rynni úr hlaði. Það var svalt í bílnum. Hann hefði átt að fara í peysuna en honum þótti ekki taka því að stöðva til þess eins og því ók hann hægt í gegn um bæinn. Hingað á hann ekki eftir að koma í bráð en hann átti eftir að sakna vinar síns. Rigningin buldi á rúðunni en það var nóg að hafa letingjann á. Hann hafði ekki kveikt á útvarpinu. Kunni einhvern veginn ekki við það þar sem bærinn var svo friðsamur að honum fannst kyrrðin svo þægileg. Hann hafði lært það að þarf ekki að vera með eitthvað í eyrunum. Honum leið betur og ók út úr bænum.
Hann hafði komið með sólina með sér fyrir viku og hafði hafið á hægri hendi. Nú tók hann rigninguna með sér og hafði hafið á þeirri vinstri. Sérstakt að sjá hina hliðina á landslaginu. Öðruvísi. Annað land.
Hugur hans leiddi hann að heimaslóðum. Hann má ekki gleyma að hringja af og til í foreldrana sína á leiðinni. Þau ætla að elda fyrir hann þegar hann kemur. Heim a býður hans svo sjónvarpið og rúmið og kerlingin á efri hæðinni býður hans með reikning fyrir tjóninu á bílnum hennar. Hann tók andvarp. Það var líka tjón á bílnum hans eftir að hann hafði rekist utan í hann í upphafi ferðalagsins hingað austur.
Hann ákvað að láta það spilast eftir hendinni varðandi kerlinguna en hann ætlaði ekki að gleyma að byrja á að biðja hana afsöknunar á framferði sínu.
Gleyma!, hrópaði hann upphátt. Hann fékk á tilfinninguna að hann væri að gleyma einhverju. Ósjálfrátt hægði hann ferðina, svo lagði hann bílnum í vegarkantinum, hengdi báðar hendur ofan á stýrið, hallaði höfðinu svo á stýrið. Hann átti ekki til eitt einasta orð. Ljúfu sænginni hafði hann gleymt.
Nú voru góð ráð dýr. Hann hafði ekið sleitulaust í klukkustund og ef hann æki til baka væru stundirnar orðnar tvær, þannig að þrjár stundir tapast.
Hann sá sjálfan sig í hillingum í rúminu, skjálfandi undir laki, snöktandi, bangsalaus.
Hann hringdi í vin sinn og bað hann um að aka á móti sér með sængina. Þeir féllust aftur í faðma og kvöddust. Það var gott að hitta á hann aftur.
Þjóðvegurinn leið áfram og fjölbreitt náttúran opnaði faðm sinn hvað eftir annað, sólargeislar sáust úr fjarska og hafið fjarlægðist.Hann var feginn að hafa fengið sængina sína en fór hjá sér við bangsatilfinninguna sem hann hafði haft og þá mundi hann eftir því að heima hjá vini sínum, hafði hann gleymt að sturta niður. Hann faldi andlit sitt í hendi sér og andaði frá sér. Svo sætti hann sig við það og hringdi í vin sinn.

þriðjudagur, 10. júní 2008

HANN ER AÐ KOMA

Hann er á leiðinni! Vigfús Rafnsson, Fúsi, Lord Bastard, Svarthöfði, The Jeti. Í morgun klukkan fimm opnaði hann augun þegar vekjaraklukkan glumdi í salladskálinni. Hann fór strax á fætur en lét klukkuna hringja áfram til öryggis. Hann klæddi sig í sokkana í rólegheitum meðan hann las yfir tékklistan yfir farangurinn. Gólfsettið, flakkarinn, sjö nærbuxur og jafnmörg sokkapör. Til vara hann hafði tekið tveimur meira en hann þurfti. þrennar buxur, og spariskórnir og inniskórnir sem hann fékk í afmælisgjöf. Ullarpeysa, skyrta og tveir nærbolir. Það var ekkert sem hann gleymdi, ekki einu sinni tannburstinn. Allt fullkomið. Bíllinn nýsmurður og tankurinn fullur. Honum sveið tilhugsunin við það að bensínið hafði einmitt hækkað daginn sem hann fyllti tankinn. Það var ekkert við því að gera, vörubílstjórarnir höfðu ekki staðið sig nógu vel í aðgerðum sínum.
Hann tók vatnsglas úr ísskápnum og tók tennurnar upp úr þeim og setti þær í efri góminn. Honum finnst ekkert annað hressari. Hann ætlaði að leggja af stað á slaginu sex. Það var hans lukkutala, en nú var klukkan ekki nema hálf sex og hann tilbúinn. Hann varð ögn órólegur, tvísteig nokkrum sinnum og hugsaði. Hann vissi ekki hvort hann ætti að bera töskurnar út í bíl núna eða um leið og hann legði af stað. Hann gat líka hitað sér te, drukkið það og lagt af stað. Nei hann reif töskurnar upp og fór út. Það var fallegt veður, skýjað, logn og tært loft. Nú vissi hann hvað það var sem gerði hann í raun órólegan. Hann kom farangrinum fyrir í skottinu og golfsettið setti hann í aftursætið. Hann kveikti sér í sígarettu og stóð við bílinn og hugsaði hvort bíllinn færi með hann alla leið. Hann tók kipp þegar hann gerði sér grein fyrir því að hann vissi ekki hvort varadekkið væri í lagi. Það varð bara að hafa það. Því ætti að springa núna þegar það hefur ekki sprungið í næstum tvö ár.
Hann leit snökkt í kringum sig áður en hann henti stubbnum í götuna, svo steig hann ofan á hana. Það var enginn sem sá til hans. Honum var sama, hann var að fara. Kerlingin á efri hæðinni ekki vöknuð, helvítis læti í þessari kerlingu alltaf. Hún ætti að fá sér karl. Hann fór aftur inn og gekk um íbúðina eins og hann væri að leita af einhverju þó hann vissi að hann var með allt. Það var meira að segja nóg piss á rúðunni. Bíllinn var pottþéttur, fyrir kanski utan varadekkið og farangurinn gulltryggður með naríum og sokkum.
Hann gekk úr skugga um að öll ljós væru slökkt og tók fjöltengið í stofunni úr sambandi. hann varð rórri við það svo settist hann í sófann og hallaði höfðinu. Það var einkennilegt að sitja og hafa slökkt á sjónvarpinu. hann lokaði augunum og varð hugsað til foreldrana. Hann hafði ekki kvatt þau almennilega. Hann hefði viljað hitta aðeins betur á þau.
Hann hrökk upp og reif símann úr vasanum. Klukkan er orðin sex. Hann blótaði og strunsaði af stað skellti hurðinni í lás og lokaði þegar hann fattaði að hann læsti húslyklana inni en sem betur fer var hann með bíllykilinn. Hann blótaði aftur og hljóp að bílnum. Hann vildi ekki verða seinn af stað, sex var hans tala. Bíllinn fór í gang eins og hann gerir alltaf, sem betur fer en hann bölvaði húslyklunum. Hann setti bílinn í fyrsta gír og snéri stýrinu og ók af stað. Högg og hávaði kom á bílinn þegar hann var um það bil að aka út á götuna og bíllinn staðnæmdist. Hann áttaði sig ekki strax á hvað hafði gerst og leit á klukkuna. Hún var eina mínútu yfir sex. Hann drap á bílnum. Þarna hafði eitthvað bilað, hugsaði hann með sér um leið og hann togaði í handfangið til að opnað húddið. Svo leit hann út um rúðuna. Hann hafði þá klest bílnum á bíl kerlingarinnar á efri hæðinni. Hann blótaði í hljóði og hugsaði nákvæmlega ekkert. Hann bara sat í bílnum í nokkrar mínútur. Svo fór hann út og gekk að íbúðinni því hann ætlaði að hætta við ferðina og fara að sofa en áttaði sig á því að húslyklarnir voru inni.
Hann réði ekki við sig, öskraði og sparkaði út í loftið, svo hljóp hann í bílinn og reykspólaði af stað. Staðráðinn að því að láta klukkuna ekki stoppa sig. Í baksýnisspeglinum horfði hann á mann á náttslopp sem gargaði á eftir honum og steytti hnefana. Nú!? Svo kerlingin er búin að fá sér karl, sagði hann og brosti. Dagurinn orðinn samur.

föstudagur, 6. júní 2008

ÞJÓÐARHYLLI

Það er föstudagskvöld og við Róbert erum að borða harðfisk og Halli er nýfarinn heim.
Við Halli horfðum á sannsögulega Bandaríska sjónvarpsmynd um Íshokkílandslið Bandaríkjanna sem vann Heimsmeistara og Evrópumeistara Sovétríkin á Ólympíuleikunum 1980.
Við Halli horfðum á þetta. Halli flissaði yfir myndinni, mér leið eins og ég væri að horfa á knattspyrnuleik og hélt með öðru liðinu en vissi samt, fyrirfram að hitt liðið ynni. Grátlegt.
Bandaríski fáninn sást fjórum sinnum í sjónvarpinu. Fyrst í upphafi myndarinnar, tvisvar um miðbikið og svo þegar fáninn var dreginn mitt á milli Sovéska og Sænska fánans eftir
úrslitaleik Ólympíuleikanna. Maklaust þvaður. Af hverju þurfa íbúar Jaraðar að búa við markaðssetningu Bandaríkjanna?
Í lista og hönnunarsögunni í Iðnskólanum vorum við frædd um "útvarp fólksins", þar sem Hitler notfærði sér þá nýju tækni á framleiðslu viðtækja. Þau voru í þann garð gerð, að hægt var að framleiða þau að einungis var hægt að stilla þau á "local" útvarpsstöðvar þannig að þegnar landsins hlustuðu eingöngu á þýskar útvarpsstöðvar og þannig bar hann boðskap sinn til þeirra sem báru brjóst til föðurlandsins.
Bandaríkin hafa stigið skrefinu lengra og spreyjar einhverjum "local" boðskap um allan heiminn. Sögur sem eiga heima í Bandaríkjunum.
Ég man þegar ég var barn og horfði á sjónvarpið. Þá var allt best og frábærast sem kom frá Bandaríkjunum. Maður var svo saklaus og vitlaus. Man einhver eftir Bruce Springsteen sem söng lagið "Born in the U.S.A"? Ég fýlaði þetta lag í ræmur um tvítugt. Málið er , að í dag hef ég eina hugmynd um af hverju ég kunni það utan bókar. Vegna þess að ég var heilaþveginn af Hollywood. Þetta er bullandi Þjóðrembingur. Í öllum kvikmyndum sem koma frá Bandaríkjunum sést Bandaríski fáninn a.m.k. einu sinni. Hugsið ykkur áróður í kvikmyndum sem settar eru á heimsmarkað. Það kæmi mér ekki á óvart að kanarnir hefðu laumað inn fánanum einhversstaðar í Gladiator.
Í upphafi myndarinnar var Bandaríska Íshokkílandsliðið ekki flís í rass en komst samt á Ólympíuleikanna en framundan voru daglangar þjálfunarbúðir undir ströngum þjálfara í hlutverki Kurts Russels. Liðið æfði stýft og það kom að þeir spiluðu æfingaheimaleik gegn sjálfum heimssmeisturunum. Bandaríkin lágu, 10-0. Þetta var um miðbik myndarinnar eins og samkvæmt kvikyndaformúlu frá Hollywood. Formúlan er; hamingja, Bandaríski fáninn, niðurlæging, Bandaríski fáninn, rembingur, Bandaríski fáninn, happy ending, Bandaríski fáninn.
Þegar kreppunni á Íslandi lýkur, legg til að Ísland kaupi hollywood og hnattvæði Jörðina á allskonar álfa og tröllabulli sem jarðarbúar geta alveg eins trúað eins og einhverju bjálfabulli frá Norður Ameríku, sviplíkum íslenskum stórriðjumótmælum, bjánaleg, asnaleg, sauðaleg, fáránleg, ömurleg og allt það.