miðvikudagur, 30. apríl 2008

VELKOMNIR TIL AUSTUR ÍSLANDS


Nú eru Fúsi og Einar væntanlegir til landsins von bráðar. Föstudaginn 2 maí lenda þeir klukkan 12 og verða þeir sóttir með tilheyrandi viðhöfn en pöntuð var lúðrasveit Austur Íslands sem gat ekki komið vegna hljóðfæraskorts en hljóðfæri eru ekki leifð hér á bæ og því var haft samband við félaga í Gólfklúbbinum Sigurjón og ætla þeir að leika Gólf fyrir ferðamennina.
Að því loknu verður haldið að fornleifum forfeðra Einars úti í móa. Þar verður haldið stutt helgihald sem hefur verið auglýst í Austurpóstinum er von á að fólk mæti.
Fyrirheitni staðurinn Alcoa Fjarðaál verður hápunkturinn og þangað verður komið um 13:30 ef áætlun helst. Öryggisverðir Securitas verða þar í hátíðarbúningum og mun vaktstjórinn Magnús Ófeigur syngja þjóðsönginn. Vinur hans hundtryggi, Gunnar Örn mun spila undir á túpu sem smiglað var til landsins með skútu og síðastur og allra sístur, mun Svavar öryggisvörður Alcoa Fjarðaáls draga fána Austur Íslenska lénsríkisins á 40 metra háa flaggstöngina í takt við sönginn.
Að athöfn lokinni tekur Tómas Sigurðsson forstjóri Alcoa Fjarðaáls á móti gestunum og leiðir þá um svæði og byggingar Alcoa Fjarðaáls og veitir sögulega leiðsögn um jarðveg og byggingar.
Tómas mun gera betur en svo því hann hefur boðið hópnum til grill og kokteilveislu í bústað sínum í Fagradal og þar meðal gesta verða fógetar úr bæjum og borgum Austur Íslands ásamt megtardömum og dætrum þeirra en konur Austur Íslenskt kvenfólk þykir ágætt til eiginkonuræktunar, þannig að forstjórinn sjálfur hefur séð til þess að ferðalangarnir heim til Vestur Íslands glaðir og með þurran pung.
Það lítur þegar út fyrir að þetta verði langur föstudagur því ekki fær sólin að setjast. Gríngrillveisla á heimili öryggisvarðkonunnar Lenu Sigrúnar, konu Magnúsar Ófeigs vaktsstjóra Alcoa Fjarðaáls Security sem er sá hinn sami og söng þjóðsöng Austur Íslands fyrr um daginn undir túpublásturs Gunnars Arnar vaktstjóra.
Um skemmtiatriði kvöldsins sjá heimilisdýrin Embla Rottveiler sem getur hneggjað, Chopper Border Kollí sem er götumeistari í störu, kettlingurinn Erla sem mjálmar brandara og læðan Perla sem mun enda kvöldið á að skralla kartöflu með klónum.
Þá eru lok föstudagsins langa runnin upp og tími til kominn að koma sér á gististað en Einar og Fúsi hafa fengið inni á Hrauninu þar sem Hilmir, kötturinn Róbert og karlinn hann Halli búa.
Verið dugleg að leggja orð í belg svo þið fáið meiri romsu...

laugardagur, 26. apríl 2008

ÓFRIÐUR Á HEIMILINU


Það var í dag sem við Róbert fengum okkur morgunmat saman áður en ég héldi til vinnu. Einn diskur af túnfiskkornmat og undanrenna handa heimiliskettinum Róberti og Kellog's Special með undanrennu handa mér. Þrátt fyrir stóran skamt var nóg pláss í maganum og því þótti mér tilvalið að fá mér meira en samt ekki Kellog's Special heldur eitthvað skemmtilegra og seildist eftir Lucky Charms sem er uppáhalds morgunkornið mitt. Það er líka alltaf eitthvað skemmtilegt í pökkunum og í þessum pakka átti að vera eitt stykki bók um ævintýri, takk fyrir.
Það var spenna í brjósti mér. Ég var svo ánægður að þurfa ekki að borða þetta holla Kellog's Special eins og sjónvarpsauglýsingarnar segja.

Nú gat ég lesið ævintýri fyrir Róbert á milli þess sem ég smjattaði á besta morgunmat í heiminum.
Það hlakkaði í mér því ég hafði afrekað að fá mér  okkur og svo hafði ég tekið Lýsi og 'Omega 3 fiskiolíu.
Lucky Charms pakkanum var nú snúið á hvolf í átt að disknum og út úr honum runnu þrjú plúslöguð, tvö skeyfulöguð kornstykki og heill sandur af mylsnu en enginn sykurpúði.
Ég horfði skelfingu lostinn á pakkann og hreytti út í loftið "Kláraðirðu Lucky Charms pakkan?!" og Róbert leit upp frá morgunmatnum sínum og starði þegjandi á mig.
Halli kom í því labbandi í hægðum sínum í hlýralausa bolnum og fékk rumsuna beint í smettið. Róbert leit á hann. "Já, ég kláraði úr pakkanum" sagði Halli hlutlaust eins og að Lucky Charms skipti ekki máli.
Ég þagði eitt augnablik, lagði pakkan til hliðar og sagði; "Já. ókey" og þar með var friðurinn aftur inni á heimilinu og Róbert hélt áfram að borða.
Innihaldið kastaðist til og frá þegar ég hristi Weetos pakkan og mér leið þegar betur þó mér finnist Weetos ekki eins gott og Lucky Charms.

fimmtudagur, 24. apríl 2008

CAMELIA 2000


Hver man ekki eftir camelia 2000 auglýsingunum á RÚV 1976?!
Í Vörusölu Sambands Íslenskra Samvinnurekenda var pabbi með umboðið fyrir þessi ágætu bindi og ég man þegar ég spurði hvað Camelía 2000 væri, þá kom mamma sér undan því að svara en pabbi brosti eilítið. Seinna sýndi hann mér stoltur vöruna þegar ég var að vesenast hjá honum í vinnunni. Ég man ekki hvernig útskýringin hljóðaði en ég held að hann hafi farið nokkuð varlega í lýsinguna og án nokkurs handapats en ég gerði mér grein fyrir því að varan var ekki fyrir unga stráka eins og mig.
Þegar ég ber saman í huganum Camelíu 2000 bindið og bindi að algengri stærð í dag, þá sýnist mér að konur hafa þróast með árunum.

föstudagur, 18. apríl 2008

Niðurlæging


Himmi lét raka mig um daginn og gelda mig í leiðinni og þegar ég var búinn að jafna mig þá saumaði hann á mig bleikan klút.

sunnudagur, 6. apríl 2008

GÖNGUÞRAUT


Ég fór út að labba með Himma um daginn, eða öllu heldur var það hann sem ók aðeins austur úr Fávitafirði og henti mér út við grafreit franskra sjómanna. Mér þótti þetta fremur óþægilegt því það mynnti mig óneitanlega á þegar mér var hent út í frosinn surtann á síðasta degi jóla nú í ár.
Himmi rölti á undan mér niður brekkuna að grafreitnum. Ég hafði ekki grun hvað hann vildi þangað í þessum kulda og vindi. Snjórinn náði mér upp að hnjám og sem betur fer þoldi hann þungann.
Ég mjálmaði sífellt á Himma en hann snéri sér bara við, brosti og babblaði eitthvað á móti.
Við gengum alla leið niður í fjöru þar sem enginn snjór var en sandurinn og steinarnir voru blautir og kaldir og því heimtaði ég að Himmi héldi á mér og eftir að ég mjálmaði í honum tók hann mig í fangið en ég kom mér samt fyrir á öxlinni á honum.
Fljótlega fór að kvessa og þá færði ég mig bara inn undir frakkann hans þar sem mesta hlýjan var.
Loksins var Himmi búinn að fá nóg af kuldanum og allri fuglsmergðinni sem sat á sjónum. Þeir hafa skipt þúsundum og allir að bíða eftir norðan vindi sem flytur þá suður á bóginn.
Himmi lét mig auðvitað labba í snjónum upp brekkuna að bílnum okkar. Endalaus ganga og ég var ekkert smá feginn þegar í bílinn var komið.
Halli, eiginkona Himma, tók á móti okkur á svuntunni en hann hafði eldað grænmetispizzu. Ekkert smá hommalegt. Ég gæddi mér á lambapottrétti að hætti Wiskas og fékk svo harðfisk í eftirrétt áður en ég fékk mér lúr.
Róbert. Felis Cattus.

föstudagur, 4. apríl 2008

Lífsins Gildi


Það var farið snemma á fætur í morgun, sennilega var klukkan um sex og tilvalið að byrja daginn á sturtubaði og tánaglasnyrtingu.
Aldrei slíkt hafði ég lagt á ráðin varðandi daginn. Ég ætlaði að laga ýmsa hluti í bílnum, til að mynda framljósið og bílstjórarúðuna en hún er eitthvað laus.
Ég ók sambýlingnum mínum honum Halla í álverið og heilsaði upp á liðið. Svo tók ég lykilinn að Securitas aðstöðunni á Reyðarfirði og skellti mér á staðinn. Þegar þangað var komið tók Bjössi tæknó á móti mér og var spjallað um bíla og ýmislegt og hann bauðst til að ganga frá útvarpinu í bílinn og tók bilaða útvarpið og fór með það til Egilsstaða til viðgerðar. Það gekk ágætlega að laga framljósið en það var meira maus með rúðuna. Ég þurfti að fjarlægja innréttinguna af hurðinni og svo hófst greiningin á biluninni. Niðurstaðan; Ró og skífa höfðu losnað af bolta sem hélt rúðunni á hjóli sem sat í þar til gerðri armrennu sem tengdur er í rúðuhalarann. Ekki nóg með að róin og skífan höfðu losnað af heldur voru hvort tveggja horfin út í buskann.
Því næst fór ég í Byko til að fá nýtt sett en þar var mér tjáð að boltinn var of slitinn eftir juðið frá rúðunni og ekki var til nýr bolti því hann var sérsmíðaður og því best aðfara út í Bíley til að laga hann en þegar þangað var komið, voru menn á þeim bæ farnir í mat þannig að ég fór og fékk mér kaffi á skeljungi og sat þar í klukkutíma límdur yfir blöðunum.
Það tók þá aðeins fjórar mínútur að laga boltann og borgaði ég 50 krónur fyrir vinnuna, skífu og ró en ekki fékk ég reikning. Held ég að þetta hafi farið svart í kassann hjá þeim.
Það hlakkaði í mér þegar ég byrjaði að ganga frá þessu. Það yrði ákaflega gaman að segja pabba frá því að ég hefði lagað rúðuna og hann hefði orðið ánægður með strákinn.
Boltanum og hjólinu var smeigt í rúðugatið, skífunni var komið á og rófunni tilt á boltaendann. Því næst var rétti toppurinn fundinn og tiltur á rónna og annar á boltan og hert að. Þetta voru spennandi augnablik og þægileg tilfinning að eftir nokkrar sekúndur yrði þessu verkefni lokið og ég gæti komið mér af stað í mjólkurbúðina og svo heim til þess að halda upp á daginn.
Það var í lokahnykknum sem eitthvað þurfti að fara úrskeiðis. Ég var að hugsa eitthvað á þessa leið; "Ætli þetta sé ekki nóg?". Ég fann háan smell. Lítið högg small á vanga mér og samstundis lokaði ég augunum og þegar ég opnaði þau, var eitthvað öruvísi fyrir sjónum mínum. Rúðan var horfin með öllu og ég hélt á verkfærunum sem Halli hafði keypt fyrir nokkrum vikum í Byko. Rúðuskömmin hafði sprungið í loft upp og glerbrot út um allt. Upp á bílþakinu, á gólfinu, undir bílnum, inni í bílnum, í hálsmálinu og í hárinu.
Ég held að tíminn hafi staðið kjurr og fuglarnir hafi haldið í sér andanum og þegar á því stóð, vissi ég ekki hvernig ég átti að bregðast við. Sennilega var ég of hissa til þess að verða reiður en að minsta kosti fannst ég mér hafa allan rétt til þess að fara heim í fýlu.
Ég sá fyrir mér að nú skildi ég þurfa að punga út peningum fyrir nýrri rúðu. And skot dans. Bíllinn þegar búinn að kosta mig sextíu grand.
Glerbrotunum tíu þúsund hafði verið sópað saman og komið langleiðina til vítis þegar Heimir, tæknimaður Securitas kom í hús og heilsaði upp á mig. Ég vissi að hann mundi bera upp spurninguna "Hvernig gengur?" sem hann líka gerði. Ég íhugaði að slengja sópnum milli fóta hans en það var óþarfi enda var ég ekki í svo vondu skapi þá stundina. Ég sagði honum hvernig mér gekk og það færðist ofurlítið bros yfir hann og hann sagði að ætti sennilega ekki eftir að hlæja að þessu þessa vikuna. Ég játti því og lofaði sjálfum mér því í hljóði.
Nú yrði gatinu að loka og hófst ég nú handa við að skera út papparúðu. Þar sem hurðin hefur ekki ramma utan um rúðuna, var ekki nóg að skera út plast og líma í ramman. Því skar ég út pappa nema það tók sinn tíma, enda erfitt að fá rétt form en það tókst eftir nokkur átök og vel valin orð. Svo var ég svo sniðugur að skera innan úr pappanum og setja plast í staðinn þannig að ég var kominn með plastrúðu. Til þess að nýja rúðan þyldi vætu, límdi ég með límbandi yfir allan flötinn.
Klukkan var að nálgast fimm þegar ég var loksins búinn að þessum afrekum og sló ég á þráðinn til Bjarna Gunnarssonar yfirhaus og bað hann um að koma við hjá mér og taka lykilinn því ég var ekki í nennunni til þess að henda honum upp í álver enda mundi vaktin skjóta á mig hve langan tíma þetta tók hjá mér og þá þyrfti ég að rumsa út um mér allri þessari sögu.
Bjarni var fljótur á staðinn og spurði hvernig mér gekk og þegar ég sagði honum að það gengi allt bölvanlega, þá sagði hann, "Þetta gefur lífinu gildi". Þetta sagði hann skælbrosandi framan í mig. Það gæfi líka lífinu gildi ef ég biti hann í eyrað.
Það var kominn tími til að klára daginn og þussti ég út í Krónuna og verslaði fulla kerru af öllu því sem mig langaði til að hafa í matinn og gerði mig tilbúinn að borga kostinn rumsaði afgreiðsludaman út úr sér með unglingsröddinni "Ekki heimild í hringiþjóni". Fólkið í röðinni fylgdist með. Auðvitað hugsaði það með sér að þessi ungi maður ætti ekki heimild á kortinu sínu en samt væri hann nýbúinn að fá útborgað. Ég fór tómhentur úr Krónunni og hélt áleiðis í mjólkurbúðina þar sem ég týndi til tvær kippur að Corona fyrir Hallann, tvær kippur Víking og fjórar kippur Guinness fyrir mig. Nú skildi hellt í munn.
Karlinn í Bíley brosti út í annað er hann sá ástandið á bílnum. "Áttu tíma..." sagði ég, "fyrir nýja rúðu?" bætti hann við. Hann upplýsti fyrir mig að nú eru allar rúður tryggðar, það er ekki lengur bara framrúðan en það er sama lýgin sem gildir fyrir allar rúðurnar. Þannig að mér er sennilega borgið með rúðuna, en ég hef a.m.k. logið tvisvar sinnum áður. Það verður einkennilegt að ljúga að manni sem veit að ég sé að ljúga og manngreyið getur ekkert sagt. Alltaf sama sagan.
Ferðin yfir á Fáskrúðsfjörð gekk vel. Ég var næstum búinn að keyra út af þegar ég var að basla við að koma rúðunni í rétt far en vindurinn lék hana grátt. Ég var að hugsa um hvað ég ætti að segja við tryggingamanninn þegar hvítur Súsúkí Svift tók fram úr mér. Ég kenni honum um rúðubrotið og það gerðist á þeim stað þar sem Halli ók Renóinum sínum út af veginum. Það er betra að kunna söguna utan bókar.
Þar sem ég komst ekki með mat úr Krónunni, kom ég við í Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga. Það opnaði fyrir mér dyrnar einhver maður og ég bara brosti framan í hann og sagði um leið og ég gekk inn "Hva, bara dyravörður á staðnum?!". Eftir að maðurinn sagði mér að vera snöggur að ná í það sem ég þyrfti, gerði ég mér grein fyrir að þarna var Kaupfélagsstjórinn á ferð og að búið væri að loka fyrir þó nokkuð mörgum mínútum. Ég sópaði í fang mitt, tveimur pökkum af sviðasultu og tveimur mögum af soðnum lifrarpylsum, lítra af undanrennu, harðfisk handa Róberti og léttmjólk fyrir Halla.
Heimkoman var eins ómerkileg og dagurinn hafði verið ömurlegur. Ég hámaði í mig sviðasultu sem gladdi örlítið mitt fúla skap og endanlega var það ískaldur bjórinn sem skolaði niður restinni af fýlunni. Ég kom mér þægilega fyrir í sófanum fyrir framan Nordmende sjónvarpið og fylgdist þar á meðal með Ljótu Betty í sínum raunum. Einkennilegt hve það er yndislegt að sjá, að það eru til fleiri en ég sem standa í hversdagslegum vandræðum.
Hilmir, Bílus Bilus.