
Brunavörðurinn sat þarna símasandi en gaf sér tíma til að spyrja öryggisvörðinn hvað klukkan væri. Öryggisvörðurinn leit á klukkuna sem var 17:27 og tók á það ráð að svara á sniðugan hátt svo kreppti hann hægri höndina utan um lúftmíkrófóninn og undirbjó sig fyrir stuttan óð til brunavarðarins. Hann dró inn andan, snéri sér að henni og lét röddina víbra eins hallærislega og hann gat. Hann sá sjálfan sig sem Maryuh Carey, þessi dæmigerði bandaríski poppari með Kenny G í undirspili. Eins hallærislegur og hugsast gat og svo söng hann, ...Klukkan er sautján... brunavörðurinn horfði hissa og brosti til öryggisvarðarins en í þeim tónum gekk vel klæddur maður í svörtum fötum fram hjá þeim félögum. Þetta var forstjóri fyrirtækisins. Hann staldraði ekki við heldur gékk á sínum hraða en leit á öryggisvörðinn í gegnum gleraugun án þess að snúa höfðinu.
Öryggisvörðurinn gerði sitt besta til að láta sem ekkert væri athugavert við hegðan sína og kláraði laglínuna, ...tuttugu og sjö. Öryggisvörðurinn hélt enn á míkrófóninum og þagði.
Forstjórinn gekk í burtu, feginn að komast úr vinnunni. Brunavörðurinn og öryggisvörðurinn með míkrófóninn í hendinni horfðu á hvorn annan, svo færðust bros yfir andlit þeirra og þau hlógu en öryggivörðurinn roðnaði meira en hann hló.
Forstjórinn hugsaði með sér af hverju það þarf alltaf einhver starfsmaður að vera svona mikið fífl.
6 ummæli:
Við forstjórinn eigum það sameiginlegt að við þolum ekki Mariuh Carey og Kenny G.
haha haha haha þetta var svo fyndið... man enn svipinn á þér eftir þessa lífsreynslu þína haha haha haha
úff... þurftir þú að minnast á þetta, nú roðna ég
já ég man að þú varst eins og eldrautt kommaepli í framan þegar ég kom inn úr kuldanum. Gjörningurinn greinilega nýskeður og þú ljómaði eins og rauð rússnesk jólapera.
Haha snilld :D En hvenar kemurru í bæinn ?
Ég gúgglaði rauða rússneska jólaperu og ekkert kom í leitirnar.
Takk bró, ég kem sennilega 26 des.
Skrifa ummæli