sunnudagur, 9. nóvember 2008

Óþægileg Lífsreynsla

Það var nú fyrir skemmstu á vaktaskiptunum í vinnunni að þjónustustjóriSecuritas á Austurlandi mætti óvenju snemma til vinnu sem er vart frásögu færandi nema hann var grár og gugginn í fasi, hárið stóð upp í loftið eins og sina á þúfu. Hann var lasinn og hnerraði af og til í rjómahvítan vasaklút. Hann var í ljósgráu úlpunni sinni sem var líka númerinu of stór svo hann virtist hálf draugalegur á að lýta.
Þjónustustjórinn stóð við útidyrnar í hæfilegri fjarlægð og horfði á öryggisverðina þar sem þeir stóðu í hópum. Það var létt á mönnum þegar rædd voru skemmtilegustu atvik liðinnar vaktar. Þjónustustjórinn herti sig upp og gekk að mönnum til að vitja frétta en hafði ekki erindi sem erfiði.
Öryggisvörður nokkur sem sá til hans fann til með honum og ákvað því að sýna honum athygli og gekk á eftir honum inn fyrir móttökuborðið þar sem þjónustustjórinn gerði sig líklegan til að betla samúð frá símadömunni en rétt í því þegar þjónustustjórinn er kominn að símadömunni, tekur hún upp símtólið og býður góðan dag.
Hann stóð því þarna með orðin á vörunum. Hann var tilbúinn að segja “Sæl og góða daginn. Ertu búin að ná þér af niðurgangspestinni?” Honum fannst hann bara nokkuð fyndinn þó hann vissi að hann hafði hugsað þetta á leiðinni í vinnuna og hlakkaði til en þess í stað stóð hann þarna með þurran munninn og ósýnilegur í þokkabót. Það var ekkert í boði fyrir hann, enginn vildi vita af honum og snéri hann sér því hægt í burtu frá henni eins og bátur að stíga frá landi. Honum gramdist þetta viðmót þegna hans og þótti fúlt.
Þegar þarna var að komið, var öryggisvörðurinn skrefinu fyrir aftan þjónustufulltrúan, tilbúinn að hnippa í hann þegar þjónustufulltrúinn hnerraði í tvígang og snýtti sér svo jafn oft. Eitthvað sá öryggisvörðurinn broslegt við þetta en það tók alveg mælinn úr þegar þjónustustjórinn tók skrefin þá leit hann laumulega í kring um sig, svo tók hann gönguprumpið á þetta.
Með Guðs hjálp tókst öryggisverðinum að halda í sér hlátrinum en varð þess í stað eitt stórt bros og sveigði í suður, nösum sínum til björgunar.
Þjónustustjórinn var kominn fram á gang og staldraði þar við, leit um öxl til að fullvissa sig um að enginn hefði orðið var við gjörðir hans en svo sá hann öryggisvörðnn.
-Hvað? Sagði hann og það mátti gæta ergelsis í rámri rödd hans en öryggisvörðurinn gat ekki svarað honum, hann vissi hvað hann gat sagt en það gerðist ekkert, sennilega áhrif frá prumpinu. Öryggisvörðurinn stóð því bara þarna fyrir framan hann, skælbrosandi með hendur í vösum. Þjónustustjórinn hristi höfuðið og hélt því för sinni áfram, enn gramari en áður. Eina athyglin sem hann fékk frá fólki var þetta leiðinda bros öryggisvarðarins á milli eyrnanna.
Þjónustustjóri Securitas á Austurlandi réri því á önnur mið og fann hina fullkomnu huggun í tebolla.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jamm, gönguprumpið er klassískt. Kemur víst með aldrinum.
Annars var trilluprumpið hjá þér um daginn frekar magnað. Eins og gömul trilla að leggja úr höfn.

Nafnlaus sagði...

:) er eiginlega mjög feginn að ég fékk ekki þetta helvítis kvef sem allir voru að fá þarna á Auztur Íslandi! En hvernig er það... eru að rísa olíuborpallar útum allt þarna eða ?

Unknown sagði...

Já, hér rísa borpallar eins og sveppir á grundu, flestir heimasmíðaðir úr mótatimbri og kork.

Nafnlaus sagði...

Golli: Kom nokkuð líka ryk með, það er aldursmerki

Unknown sagði...

Hæ Golli. Nei, varð ekki var við ryk en ég fékk það á tilfinninguna að Bjarni væri kominn á gráa fiðringin, það var einhver stemmning yfir þessu hjá honum.

Unknown sagði...

Hér er ný útgáfa á þessari færslu. Er ekki allt annað að lesa þetta?
Svo er líka ný færsla á leiðinni. Hún fjallar um heimskupör mín.