miðvikudagur, 25. febrúar 2009

Misheppnaður Vaktstjóri

Það var gaman hjá vaktstjóranum um daginn enda síðasti dagurinn í vaktavikunni. Það var snemma morguns og næturvaktin senn á enda. Það hafði verið galsi í mönnum á vaktinni. Brunavörðurinn hafði reytt af sér alla þá brandara sem höfðu verið sparaðir síðustu daga, öryggisvörðurinn hafði rakað sig nauðasköllóttan og vaktstjórinn hafði rakað af sér alskeggið og var nú kominn með þetta myndarlega yfirvaraskegg.
Úti var kolniðamyrkur og hríðin baulaði á vaktstjórann, en hann stóð inni við gluggann með kaffibolla. Febrúar var mánuðurinn, snjór og stingandi frost en hann elskaði þetta veður, þennan árstíma. Honum fannst alltaf eins og hann væri á vígvelli þegar hann var úti, kappklæddur. Inni var hann eins og kóngur í ríki sínu, vel varinn af stálgrindum og glerveggjum. Það var ekkert sem náði honum, ekkert sem ógnaði vægi hans. Ekkert. Hann var sjálfstraustið upp málað. Starfsmenn verksmiðjunnar báru óttablandna virðingu fyrir honum. Hann var andlit öryggisgæslunnar.
Vaktstjórinn sötraði kaffið og fylgdist með bílljósum í fjarska nálgast verksmiðjuna. Hann hugsaði með sér að þetta fólk ætti langan dag framundan en hann yrði brátt kominn í sitt vikulanga frí. Hann aumkaði þetta fólk. Honum fannst eins og það væri alltaf vinnandi, alltaf þreytt. Hann prísaði sig sælan.
Það voru vaktaskipti. Klukkan steig hægt í áttinni að átta. Nú voru starfsmenn verksmiðjunnar óðum að skríða inn. Sumir komu með rútum og aðrir á einkabílum. Meðal þeirra voru nýir starfsmenn sem áttu að sitja nám og þjálfun fyrir komandi vinnu.
Það var vaktstjórans að vísa þeim til sætis í fræðslustofu verksmiðjunnar. Hann fylgdi hverjum og einum inn í stofuna og kynnti þeim fyrirkomulag dagsins í nokkrum orðum. Þetta var venjulegt fólk, frá tvítugu að sextugu.
Vaktstjórinn var orðinn ögn ærslafullur og klukkan einungis tvær mínútur í átta þegar hann leit á klukkuna. Mótvaktin var tilbúin til að taka við vaktinni og símadaman þeirra var búin að taka sér stöðu við símann og byrjuð að tala við öryggisvörðinn. Það gustaði af henni, hún talaði um gærdaginn, „Þetta skrifstofulið, ég get svarið það“ hvíslaði hún og spennti fingurna út í loftið. Hún var rjóð á köldum kinnunum og svart blautt hárið hennar festist dálítið á þeim. Hún hélt áfram að tala en það heyrðist varla því hún hvíslaði svo lágt. Vaktstjórinn slóst í hópinn til þess að heyra söguna en heyrði bara pískur og sá einungis rauða varalitinn ávörum hennar. Hún hafði farið í sundlaugina áður en hún tók rútuna í vinnuna. Vaktstjórinn vissi það vegna þess að hún var enn með blautt hár.
Að vaktstjóranum vék sér maður á miðjum aldri, órakaður. Grátt hár hans stóð stíft út í loftið eins og hann væri með gel í því. Vaktstjóranum fannst eins og hann hefði legið drykkju, dögum saman og tók orðið af honum áður enn maðurinn byrjaði að muldra. Manninum fylgdi hann svo inn í stofuna og sagði honum hvað hann átti að gera en varð starsýnt á konu sem sat í miðri stofunni. Þau mynduðu strax augnsamaband sem slitnaði ekki. Öryggisvörðurinn náði að klára það með herkjum sem hann var að segja manninum. Honum þótti konan undurfögur og hún horfði svo þétt í augu hans. Hann var búinn með orðin og setti á sig fararsnið, tók skrefið en sparkaði þá frekar kröftuglega í hurðarkarminn um leið og andlit hans small á karminum svo glumdi í. Hann trúði ekki að þetta væri að gerast. Sjarmi hans beið hnekki og sjálfstraustið hrundi sem sandur. Hann stokkroðnaði samstundis en hafði samt hugrekki til að líta aftur á dömuna sem enn horfði á hann, stórum augum og bar hönd fyrir galopinn munn.
Vaktstjórinn bar hendur að andliti sínu og gekk að borði símadömunnar sem enn hafði frásögn gærdagsins að fyrirrúmi. Hún gerði hlé á frásögninni til að athuga hvað væri að vaktstjóranum sem sagði sögu sína.
Sagan breiddist hratt út og gladdi marga. Deginum var bjargað, allir voru brosandi og ánægðir þennan dag. Fífl dagsins var fætt.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, þú ert fífl og klunni greinilega líka.

Nafnlaus sagði...

Isss pisss lélega commenta helvítist andskotans rusl....

En það sem að ég sagði áðan, ætla að stytta það til muna eftir að ég hef skrifað þessa ræmu, því að ég er svo svekkt að það skyldi ekki hafa komið inn....
ég sagði í stuttu máli:

haha en hvað það er gaman að þú skulir líta svona stórt á þig hérna í álverinu. Ég get alveg ímyndað mér þig standandi við kaffikönnuna horfandi út um þessa stóru gluggan hlakkandi í þér að þú sért að fara í frí haha (vodnu öryggisvarðar hlátur) (ath bætt við frá síðasta commenti)

En hefurðu séð þessa skvízu aftur??? (veit var að spyrja að þessu áðan en ég skrifaði þetta í síðasta commenti)

Kveðja
Toffy

Unknown sagði...

Já, ég hef séð til dömunnar. Hún er skvísa, það fer ekki á milli mála. Ég er nokkuð viss um að hún muni eftir mér því hún horfir þannig á mig, brosandi eða glottandi.
Núna veit ég að minnsta kosti hvernig á að láta aðra taka eftir sér, heh...
Nú er maður ekki bara í klúbbi Vondu Öryggisvarðanna heldur líka í klúbbi Vonlausu Öryggisvarðanna.

Unknown sagði...

Hæ þið sem lesið, endilega skellið inn kveðju því ég er gegt forvitinn hvurs lags lýður les færslurnar mínar.
Ég veit af ykkur, Bisa, Biggi, Ævar og fleiri...

Nafnlaus sagði...

Þá er bara um að gera að slá henni upp á fésbókinni og pota aðeins í hana :D En hvelíti gott blogg hjá þér :D

Nafnlaus sagði...

'Eg kíki stundum!
Fríða fyrrverandi tengdamamma Sindra og mamma hans Tomma.

Unknown sagði...

Takk fyrir kveðjurnar Sindri og Fríða.
Ég ætla að kanna dömuna.