þriðjudagur, 23. júní 2009

Misheppnaður Vaktstjóri 2

Starf vaktstjóra hefur mikla ábyrgð í för. Vaktstjóri ber ábyrgð á hegðan undirmanna sinna og ekki síst, sjálfum sér. Vaktstjóri á alltaf að sýna gestum og starfsfólki kurteisi á heimsmælikvarða. Vaktstjóri á að vera undirmönnum sínum fyrirmynd í starfi sem máli. Vaktstjóri á ávalt að hafa aðgát í nærveru sálar.
Það var um daginn skömmu fyrir vaktaskiptin að maður einn bar sig að vaktstjóra næturvaktarinnar. Maður þessi sagði svo að hann þyrfti á aðhlynningu að halda vegna sýkingar í nögl. Fékk vaktstjórinn því nýkominn dagvaktstjóra til að hlúa að nögl mannsins á heilsugæslustöð fyrirtækisins sem hann og jú gjörði.
Þegar dró nær vaktaskiptum og talsvert af fólki var farið að safnast við bækistöðvar öryggisvarðanna, var næturvaktstjórinn á máli við tvo undirmenn sína þegar undirmaður dagvaktstjórans greip fram í fyrir máli þeirra og spurði fregna af yfirmanni sínum. Svaraði næturvaktstjórinn um hæl og glettni, að hann væri að gera að stórslasaðri tánögl.
Næturvaktstjórinn las samstundis úr svip félaga sinna að hann hefði sagt eitthvað sem hefði mátt bíða betri tíma því eigandi naglarinnar stóð þar ekki langt frá, sneri baki í fjórmenningana og draup vatn úr glasi.
Hún var óþægileg þögnin í félögum næturvaktstjórans sem sá nú sinn eiginn yfirmann í anda, másandi og blásandi, eldrauður í framan.
Á endanum sá maðurinn ekki annan kost en að koma sér af bækistöðvum öryggisvarðarins kaldhæðna og skundaði á brott á farkosti sínum.

Þá gátu undirmenn vaktstjóranna loks opinberað ánægju sína yfir orðum næturvaktstjórans. Ánægja þeirra var í ýmsum myndum og formum. Voru nú til sýnis bros og glettur, bakfellur og hnébeygjur, hendur fyrir vitum, fliss og hlátrasköll.
Næturvaktstjórinn fór heim og þó hann hefði glatt félaga sína, átti hann ekki gott með svefn, enda var hann fífl dagsins.

2 ummæli:

Toffy sagði...

haha haha en hvað þetta er eitthvað týpískt þú haha haha

Vondikallinn sagði...

Á ekkert að fara blogga aftur?