fimmtudagur, 24. apríl 2008

CAMELIA 2000


Hver man ekki eftir camelia 2000 auglýsingunum á RÚV 1976?!
Í Vörusölu Sambands Íslenskra Samvinnurekenda var pabbi með umboðið fyrir þessi ágætu bindi og ég man þegar ég spurði hvað Camelía 2000 væri, þá kom mamma sér undan því að svara en pabbi brosti eilítið. Seinna sýndi hann mér stoltur vöruna þegar ég var að vesenast hjá honum í vinnunni. Ég man ekki hvernig útskýringin hljóðaði en ég held að hann hafi farið nokkuð varlega í lýsinguna og án nokkurs handapats en ég gerði mér grein fyrir því að varan var ekki fyrir unga stráka eins og mig.
Þegar ég ber saman í huganum Camelíu 2000 bindið og bindi að algengri stærð í dag, þá sýnist mér að konur hafa þróast með árunum.

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hahaha glæsileg bindi, hvar eru þessar auglysingar í dag... Núna eru bindin ekki neitt neitt miðað við þetta :) hahaha

Nafnlaus sagði...

haha gleymdi að nafgreyna mig :) kveðja
Toffy

Nafnlaus sagði...

Tonnatak og túrtappi og kvenfólk þarf aldrei að skipta um aftur!

Nafnlaus sagði...

Haha geggjuð auglýsing !! AUðvitað man ég ekki eftir henni miða við ég fæðist 10 heilum árum eftir að þetta kom út en geggjað hahaha. Vertu nú duglegri að skoða mína síðu lúði :)

Nafnlaus sagði...

ég ber við minnisleysi sökum mikillar neyslu á unga aldri. aðalega neyslu kókómjólk og lakkrísrörum.
hef ekkert meira um það að segja.

Inga sagði...

Hæ Hilmir

Var að skoða bloggið þitt, finnst þú bara ágætur þáttastjórnandi í "raunveruleikaþættinum" (?) influtt útflutt. Virðist ætla að þróast út í eins konar svar við öllum hallærislegu raunveruleikaþáttunum.....geturu ekki t.d. tekið fyrir í einhverjum þættinum hvernig þú tekst á við uppsafnað uppvask eða annað venjulega leiðinlegt he he ;) EN; þú mættir nú kannski vera strangari við svona athyglissjúka áhangendur þetta verður dálítið lokal og "gelgjulegt" fyrir vikið... ok ég veit...strákahúmor...
Kveðja Inga

Inga sagði...

Já þetta með bindin...ef þú berð saman auglýsingarna þá og núna gætirðu kannski komist að því að í dag eru þau svo algjörlega "ósýnileg" að það gæti jafnvel komið henni um koll (...við vissar aðstæður) því konan verður svíst vo yfirmáta hamingjusöm og bara veit ekki einu sinni að hún er...að hafa á klæðum, spurning hvort mamma þín hafi útskýrt það svona...;)

Nafnlaus sagði...

Ahjá,þegar heimurinn var einfaldari, og dömubindi voru .....ekki einföld, heldur margföld.

Unknown sagði...

Þessi Camelíu 2000 dömubindi voru til fram eftir árunum og þegar ég var kominn á þann þroska að stelpur fóru að skipta máli, þá hræddi það mig að bindin voru stór miðað við það sem maður hafði fram að bjóða svona ungur.

Nafnlaus sagði...

Auðvitað getum við öll grillað næstu helgi og vinir þínir eru alveg velkomnir.

Unknown sagði...

Var einhver að tala um grill á þessu bloggi?! :-)

Unknown sagði...

Grilluð dömubindi?! Verðum við ekki að hafa eitthvað sterkt að drekka með svona grillmat, eins og til dæmis Absinth?