laugardagur, 26. apríl 2008

ÓFRIÐUR Á HEIMILINU


Það var í dag sem við Róbert fengum okkur morgunmat saman áður en ég héldi til vinnu. Einn diskur af túnfiskkornmat og undanrenna handa heimiliskettinum Róberti og Kellog's Special með undanrennu handa mér. Þrátt fyrir stóran skamt var nóg pláss í maganum og því þótti mér tilvalið að fá mér meira en samt ekki Kellog's Special heldur eitthvað skemmtilegra og seildist eftir Lucky Charms sem er uppáhalds morgunkornið mitt. Það er líka alltaf eitthvað skemmtilegt í pökkunum og í þessum pakka átti að vera eitt stykki bók um ævintýri, takk fyrir.
Það var spenna í brjósti mér. Ég var svo ánægður að þurfa ekki að borða þetta holla Kellog's Special eins og sjónvarpsauglýsingarnar segja.

Nú gat ég lesið ævintýri fyrir Róbert á milli þess sem ég smjattaði á besta morgunmat í heiminum.
Það hlakkaði í mér því ég hafði afrekað að fá mér  okkur og svo hafði ég tekið Lýsi og 'Omega 3 fiskiolíu.
Lucky Charms pakkanum var nú snúið á hvolf í átt að disknum og út úr honum runnu þrjú plúslöguð, tvö skeyfulöguð kornstykki og heill sandur af mylsnu en enginn sykurpúði.
Ég horfði skelfingu lostinn á pakkann og hreytti út í loftið "Kláraðirðu Lucky Charms pakkan?!" og Róbert leit upp frá morgunmatnum sínum og starði þegjandi á mig.
Halli kom í því labbandi í hægðum sínum í hlýralausa bolnum og fékk rumsuna beint í smettið. Róbert leit á hann. "Já, ég kláraði úr pakkanum" sagði Halli hlutlaust eins og að Lucky Charms skipti ekki máli.
Ég þagði eitt augnablik, lagði pakkan til hliðar og sagði; "Já. ókey" og þar með var friðurinn aftur inni á heimilinu og Róbert hélt áfram að borða.
Innihaldið kastaðist til og frá þegar ég hristi Weetos pakkan og mér leið þegar betur þó mér finnist Weetos ekki eins gott og Lucky Charms.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Múslí með súkulaði og súrmjólk er málið :) Bra verst hvað þeir selja litla pakka af þessu

Unknown sagði...

þá kaupir þú bara fleiri pakka...
Hvar er allt fólkið?

Nafnlaus sagði...

Sígó og kók í morgunmat. Morgunmatur meistaranna.

Nafnlaus sagði...

takk sömuleiðis. klukkan er 1;35 og ég er að drekka rauðvín og orðinn fullur... bæjó