miðvikudagur, 30. apríl 2008

VELKOMNIR TIL AUSTUR ÍSLANDS


Nú eru Fúsi og Einar væntanlegir til landsins von bráðar. Föstudaginn 2 maí lenda þeir klukkan 12 og verða þeir sóttir með tilheyrandi viðhöfn en pöntuð var lúðrasveit Austur Íslands sem gat ekki komið vegna hljóðfæraskorts en hljóðfæri eru ekki leifð hér á bæ og því var haft samband við félaga í Gólfklúbbinum Sigurjón og ætla þeir að leika Gólf fyrir ferðamennina.
Að því loknu verður haldið að fornleifum forfeðra Einars úti í móa. Þar verður haldið stutt helgihald sem hefur verið auglýst í Austurpóstinum er von á að fólk mæti.
Fyrirheitni staðurinn Alcoa Fjarðaál verður hápunkturinn og þangað verður komið um 13:30 ef áætlun helst. Öryggisverðir Securitas verða þar í hátíðarbúningum og mun vaktstjórinn Magnús Ófeigur syngja þjóðsönginn. Vinur hans hundtryggi, Gunnar Örn mun spila undir á túpu sem smiglað var til landsins með skútu og síðastur og allra sístur, mun Svavar öryggisvörður Alcoa Fjarðaáls draga fána Austur Íslenska lénsríkisins á 40 metra háa flaggstöngina í takt við sönginn.
Að athöfn lokinni tekur Tómas Sigurðsson forstjóri Alcoa Fjarðaáls á móti gestunum og leiðir þá um svæði og byggingar Alcoa Fjarðaáls og veitir sögulega leiðsögn um jarðveg og byggingar.
Tómas mun gera betur en svo því hann hefur boðið hópnum til grill og kokteilveislu í bústað sínum í Fagradal og þar meðal gesta verða fógetar úr bæjum og borgum Austur Íslands ásamt megtardömum og dætrum þeirra en konur Austur Íslenskt kvenfólk þykir ágætt til eiginkonuræktunar, þannig að forstjórinn sjálfur hefur séð til þess að ferðalangarnir heim til Vestur Íslands glaðir og með þurran pung.
Það lítur þegar út fyrir að þetta verði langur föstudagur því ekki fær sólin að setjast. Gríngrillveisla á heimili öryggisvarðkonunnar Lenu Sigrúnar, konu Magnúsar Ófeigs vaktsstjóra Alcoa Fjarðaáls Security sem er sá hinn sami og söng þjóðsöng Austur Íslands fyrr um daginn undir túpublásturs Gunnars Arnar vaktstjóra.
Um skemmtiatriði kvöldsins sjá heimilisdýrin Embla Rottveiler sem getur hneggjað, Chopper Border Kollí sem er götumeistari í störu, kettlingurinn Erla sem mjálmar brandara og læðan Perla sem mun enda kvöldið á að skralla kartöflu með klónum.
Þá eru lok föstudagsins langa runnin upp og tími til kominn að koma sér á gististað en Einar og Fúsi hafa fengið inni á Hrauninu þar sem Hilmir, kötturinn Róbert og karlinn hann Halli búa.
Verið dugleg að leggja orð í belg svo þið fáið meiri romsu...

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég ætla rétt að vona að Þessi lúðrasveit kunni bítlalögin utanbókar.
annnars...hvar í andskotanum grófstu upp þessa hörmulegu mynd af jesser-arafat og beer-alot?

Unknown sagði...

Takið eftir að á myndinni situr Fúsi fram í og stjórnar heimagerðri bílþyrlu sem ferðast um á um það bil 35 kílómetra á klukkustund í 200 metra hæð yfir landi. Þeir lögðu af stað klukkan 19:15 nú í kvöld, miðvikudagskvöld og laust fyrir klukkan 23 voru þeir að nálgas Selfoss þar sem þeir munu taka eldsneiti og létta á sér. Ferðalagið hefur tekist vel þrátt fyrir mótvind en verstu kviðurnar mældust 8 metrar á sekúndu.
áætlað er að þeir nái til Egilstaða á föstudagskvöld klukkan 12:00.
Einar og Fúsi smíðuðu bílþyrluna sem þeir hafa skýrt Títanfuglinn og tók það þá fimm vikur að breyta Subaru Justy árgerð 1991 í þyrlubíl. Að sögn einars var mótornum snúið við og settur þyrluspaði í drifskaftið og svífur nú bílþyrlan lóðrétt með húddið upp en þeir félagar lyggja í bílnum eins og sjá má á myndinni.
Fúsi segir þetta einkar þægilegt þar sem bjórinn hellist auðveldara niður en venjulega.
Ég verð með frekari fréttir af farfuglunum ef þeir komast lengra.

Unknown sagði...

jesser-arafat og beer-alot? Hvar? Áttu ekki við Yassir Arafat? Hvar er þessi mynd? -Róbert.

Nafnlaus sagði...

sorry, þetta var jess-sör araföt og sir-drinks-alot

Nafnlaus sagði...

og by-ðe-vei, þyrlan hraplenti á mýrdalssandi kl. 21:43 í kvöld. En engjar áhyggjur, allir komust af, nema flugmaðurinn, blómar og kransakökur afþakkaðar.

Væntum þess að klambra flugskutlinni saman um nónbil og hefja flugför okkar til austur um það leiti þegar þú drattast á lappir þarna auminginn þinn.

p.s.
Man utd má kyssa minn vel lagaða of fágaða rass.

Nafnlaus sagði...

Jahérna, ég sem var að reyna að tjá mig í eitthvað í nótt, en hef greinilega gleymt að setja þau í belginn. Ha ha ha, silly me.
Annars er að frétta af för okkar Fúsa að þyrilvængjan er flugfær, þökk sé töluverðu magni af plastfilmu, Juicy Fruit tyggjói og eitthvað af munnvatni. Verður nú flogið af stað til landamæranna, sem fyrst.
Í heimsfréttum er það helst að ísknattleikur verður haldinn í Síberíu seinna í mánuðinum milli 2 "enskra liða" . Úrslitin koma ekki til með að skipta máli, þar sem Blámenn hafa þegar keypt bikarinn. (Ég er EKKERT sár)

Nafnlaus sagði...

Viltu hætta að kalla mig Lena Sigrún !!!!!!

Nafnlaus sagði...

Á ekki að koma með pistil um heimsóknina ?

Nafnlaus sagði...

Pistill um heimsóknina... jú það er skilda mín að strumpa einhverjum pistlinum inn um hrakfarir liðinnar helgar en það var eitthvað drukkið og sofið heima hjá Guggu.
Já svei skrattans. Megi Mann Skratarnir kyssa mig á minn háruga rass eftir að ég hef kúkað á mig.

Nafnlaus sagði...

Já, gjörsvovel að drulla eins og einum pistli takk fyrir túkall!

Ég bíð í spreng og övæni og öræfi.

...og ég er búinn að kommenta aðeins á ferðalag okkar Einars á minni síðu.

Koma svo!

Nafnlaus sagði...

Hvernig hljómar þjóðsöngur austur Íslands og hvað er austrlandspósturinn???? það er furðulegt að vera alin upp á austurlandi og vera nánast hreinræktuð og kannast ekki við þessar skriftir einnig get ég líka bent á það að eru víst til hljóðfærði á austurlandi það er meira segja til lúðrasveit..... þetta er bara alger lýgi og uppspuni þetta blogg.....

kveðja
Toffy

Unknown sagði...

Ég veit ekki hvernig þjóðsöngur Austur Íslands er en hef heyrt að hann sé gegt fjörugur en var ekki að ná söngnum hans Magnúsar en hann mætti syngja skýrar því hann gerir það svo vel.
Hljóðfæri eru til á Austur Íslandi vegna þess að þeim er smyglað hingað eins og svo mörgu öðru. Öll þau hljóðfæri sem þú kannt að hafa séð, er smyglvarningur. Sennilega hefur Lúðrasveit Austur Íslands ekki viljað koma fram opinberlega sökum ótta við handtöku.
Varðandi Austurpóstsins þá er nú allt í lagi að gerast áskrifandi. Það er ekki allt gefins. Þú getur gerst áskrifandi á heimasíðu Austurpóstsins: http://www.austurpostur.is
Toffy. Ekki væna mig um lýgi. Skammiskamm.