mánudagur, 12. maí 2008

MISHEPPNAÐUR ÖRYGGISVÖRÐUR

Ömurlegt samtal átti sér stað fyrir skömmu á kaffistofu 348A í kerskálanum er öryggisvörður Securitas var að huga að sjúkrakassa sem þar hékk á vegg. Þar var krökt af fólki sem hann þekti ekki og langaði ekki til að þekkja. Þá heyrir hann að baki sér kvenmansrödd sem segir; "Þetta er plástur!".
Hann kannaðist ekki við röddina og furðaði sig á því að einhver þyrfti að segja honum að þetta væri plástur en hvað gat hann sagt á móti? Ekki gat hann þagað því það væru andfélagsleg viðbrögð en eitthvað varð hann að segja. Án þess að snúa sér við, sagði hann; "Þú ert skörp". Þú ert skörp! Hverskonar svar er það?!
Hann lokaði kassanum og sneri sér við og kunnuglegt andlit horfði hissa á hann. Það var móðir vinnufélaga hans, brunavarðarins sem stóð fyrir framan hann og starði í gegnum þykk öryggissjóngleraugu. Það gat verið. Þetta var vandræðalegt augnablik fyrir öryggisvörðinn og ekki síður fyrir móður brunavarðarins. Hún var að reyna að ná samband við manninn sem vinnur með dóttur hennar, brunaverðinum. Hún ætlaði að brjóta ísinn brjóta ísinn en öryggisvörðurinn eyddi þeirri ætlun með þremur orðum.
"ha?" sagði hún og glápti á öryggisvörðinn eins og hann hefði sagt eitthvað rangt.
Hann horfði á móti, falinn bak við öryggisgleraugun og vonaði að hún sæi ekki hvað hann var orðinn vandræðalegur. Hann varð að koma með eitthvað gáfulegra svar. "Þú ert skörp" endurtók hann og fann að hann hitnaði í framan og óskaði sér að hann gufaði upp og hyrfi.
Hún sagði ekkert og horfði áfram á hann og andlit hennar var sem eitt stórt spurningamerki. Hún hefur sennilega hugsað með sér hverskonar framkoma þetta væri eða að það væri hreinlega ekkert í manninn spunnið.
Öryggisvörðurinn kvaddi í hljóði og þegar hann gekk í burtu fann hann hvernig hún horfði á eftir honum. Þegar hann var kominn úr augsýn, faldi hann andlitt sitt í lófum sínum og gargaði í hljóði "fífl!" Hvað skildi hún segja dóttur sinni? "Er hann eitthvað skrýtinn þessi öryggisvörður sem vinnur með þér?", eða "Er öryggisvörðurinn auli?" eða " Er eitthvað að öryggisverðinum?" eða “Er öryggisvörðurinn eitthvað feiminn?”.
Á þremur orðum og nokkrum sekúndum var mannorð öryggisvarðarins fyrir bý og bæ.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahahaha snilld :) en hún mátti nú alveg búast við þessu svari :) Dugleg að vita hvað plástur er... Toffy hefur örugglega verið að taka hana í smá kennslu :)

Unknown sagði...

Já gott hjá Toffy. Hún er alveg frábær kennari. Hún ætlar líka að verða kennari.
Öryggisvörðurinn hefði frekar átt að segja "Nei, þetta er sjúkrakassi"

Nafnlaus sagði...

Skemmtilega hnyttin saga úr veruleika álverssins. Eða er þetta kannski vinjetta?
Hefurðu pælt í að gerast rithöfundur?
Það er ekki nógu mikið af rithöfundum á Íslandi...

Unknown sagði...

Já og líka. Það eru allt of fáir sem nenna að lesa það sem ég hef sett á þessa blessaða síðu. Ég held ég loki síðunni og skrifi frekar bréf sem ég sendi til nokkurra ykkar í ummslagi sem hægt er að senda oft þannig að þú getur sent mér komment til baka ef þú nennir. Skilur þú?

Nafnlaus sagði...

Heyrðu nú mig... það er örugglega fullt af fólki sem að les síðuna þína, þú ert bara allt of lélegur að auglýsa að þú eigir síðu.. t.d mamma þín og pabbi þú vilt ekki að þau vita að þú sért með síðu því að þú ert hræddur við hvað þeim finnist um hana, efsast samt ekki um að þau viti pottþétt af henni... þau bara commenta ekki eins og helmingur þjóðarinnar gerir ekki... sættu þig bara við það að það commenta ekki allir á síður þótt að það lesi bloggfærslur allan daginn... ég skal samt gera það fyrir þig að skrifa hjá nafninu þínu á síðunni minni... skyldulesning og comment....

kveðja
Toffy

Unknown sagði...

Hey, ég er grumpy old man. Ég ætti að setja upp poll;
()Ég las bloggið þitt.
()Ég las ekki bloggið þitt.
Það er rétt að þau komment ekki á blogginu því þau hringja bara í mig.
En miðaða við kommentin sem maður fékk fyrst, þá hafa vinsældir mínar dvínað en ég skal læra að lifa með því að fólk kommenti ekki enda er ekki annað réttlátt þar sem ég er allt of latur við að gera það sjálfur og takk fyrir að "skildulesninguna og kommentið":-)

Unknown sagði...

Mér finnst samt þessi Öryggisvörður vera fífl.
KV. Róbert

Unknown sagði...

Já þakka þér fyrir kattarasni.
Kv. Hilmir.