
Við félagarnir fórum í sjoppuna. Ég pantaði mér eina pulsu með öllu nema hráum og Pepsí með. Eftir sex mínútur var ég orðinn dálítið leiður yfir því að pulsan skyldi ekki vera tilbúin en auðvitað koma hún en þá fékk ég tvær. Eitthvað hafði frúin verið að flækja málin. Ég ákvað að gera ekki mikið mál út af þessu og borgaði allt. Tvær pylsur og tvær Pepsí í gleri, önnur opin.
Ég ætlaði varla að getað sest inn í bílinn og hvað þá að geta lagt allt góssið frá mér en eftir smá hugsun og basl gekk það eftir en var allur kámaður í remúlaði. Þegar þarna var komið, var mér farið að hitna í hamsi. Svo var ekið af stað með pulsuna í kjaftinum og remúlaði á fingrunum. Ég gat ekki lagt pulsuna frá mér því ekki vildi ég fá remúlaði í sætið og nákvæmlega það gerði mig enn meira fúlan. Gremjan óx í hvert skipti er ég tuggði pulsuna sem var með hráum lauk en ekki steiktum eins og ég hafði beðið um og ekki gat ég teygt mig eftir Pepsíinu án þess að eiga hættu á því að missa stjórn á bílnum. Ég fann að ég hitnaði allur í framan og það kom að því að ég sprakk og öskraði eins og ljón með sebrahest í kjaftinum, nema ég var með pulsu og remúlaði í kjaftinum.
Ég dauðskammaðist mín í nokkrar sekúndur en viðurkenndi að það var ákveðin fullnæging í þessu “happening”. Þetta var svona smá andleg hreinsun.
Ég svolgraði í mig Pepsíinu og byrjaði á seinni pulsunni sem var enn meir klístruð. Gremjjan byrjaði að ólga. Ég var orðinn seinni í vinnuna en ég ætlaði mér og ég tók eftir því að leifar af fyrri pulsunni og remúlaðinu hafði frussast á stýrið, mælaborðið og gírstöngina. Nokkur viðeigandi orð hljómuðu um bílinn og nágrenið.
Þunglyndið og fýlan var yfirþyrmandi þegar ég kom í hlaðið. Toffy hafði ætlað að koma með eitthvað gott, bakkesli eða annað því hún átti afmæli. Mærin orðin 25 ára. Ég skammaðist mín dálítið fyrir að hafa etið á mig gat en ég varð að taka afleiðingunum eins og karlmanni sæmir.
Lena, Mófi og Sindri voru úti að viðra börnin. Ég heilsaði upp á þau og klappaði hundunum sem sprikluðu út um allt með rófuna á fullu. Þessi dýr eru svo saklaus. Það er varla að þau viti hvað andleg fýla er eða hvaða tilgangi hún þjónar. Stórfjölskyldan var kvödd og áður enn ég vissi, var fýlan úr mér horfin en belgurinn á mér var samt út þaninn.
Sem betur fer var afmælisveisla Toffyar síðbúin og pulsan og remúlaðið komið góða leið um meltingarveginn. Toffy bauð okkur Gunnza upp á dýrindis skúffuköku, nýmjólk og góða skapið.
4 ummæli:
Gott að skúffukakan var góð :) og eins gott að þú komst í gott skap því að það er ekki gaman að hafa fílupoka í veislum :)
kveðja
Toffy
Æjá, þessar pulsur geta farið illa með mann.
Pulsa og kókómjólk er málið.... Annars borða ég eiginlega aldrei áður en ég fer í vinnu.... Fékk mér alltaf sóma en nú er hann hættur :(
Rétti upp hendi er sóma saknar...
Skrifa ummæli