fimmtudagur, 29. maí 2008

HVAR ERU PENINGARNIR?

Það er komið sumar. Sammála? Trúið mér, þessi bloggfærsla verður í styttra lagi. Eins og hvert vinnandi mansbarn, var orlofið greitt út nú fyrr í mánuðinum og kom væn fúlga að góðu. Nú er mánuðurinn að enda kominn og ég hef gert mér grein fyrir því að ég hef ekki ráðstafað aurnum og er í plús nú undir mánaðamótin. Einkennileg tilfinning, hálf óþægileg. Í dag ætla ég að fara í mollið og kaupa mér jakkan (11.900) sem fór mér svo illa í gær. Ég tók stærð L en vanalega tek ég S eða M. Sennilega framleitt í Kína. Þetta var grænn hermannajakki með spælum og útstandandi pokavösum og fór mér afskaplega illa. Svo fer ég í Húsasmiðjuna og kaupi Hitachi batterísborvel (13.990) svo ég geti lagað svalagólfið. Reyndar dugar topplyklasettið hans Halla til þess en ég held ég taki mig nokkuð vel út með vélina, sérstaklega ef ég býð fullt af fólki í heimsókn. Rauðu ryksuguna (16.990) sem ég var að skoða í gær, kaupi ég. Hún getur mergsogið ýlustrá. Þá get ég ryksugað teppið í stiganum hvern einasta dag. Já og meðan ég man, þá ætla ég að borga skuldina mína til Sindra (10.000) en vonandi verður það ekki til þess að ég komi honum í svipuð peningavandræði og mín. Svo vantar bensín á bílinn (8.000). Gerir þetta ekki um 60.000 kall? Nú ætti ég að vera kominn neðan við núllið og vanaleg vandræði því fram að mánaðamótum.
Þá er komið að stóra málinu. Hvað ætlar þú að gera við orlofspeningana sem vinnuveitandinn gaf þér? Það má ekki segja: skynsemi, bankareikningur, vextir og safna.
ÞAð segja; Eyða, spreða, sóa, kaupa, versla, óþarfi, eignast, fjárfesta, lán.
PS! Vildi bara benda á að það má alveg kommenta á fyrri blogg. bæjó.

14 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haha típíst þú að vera í bömmer yfir að vera ekki auralaus um mánaðarmótin...og eyða svo bara öllum peningnum :) haha... sjáumst á laugardaginn.... allt að verða klappað og klárt hérna í 740 Paradís :)

Unknown sagði...

Já, típískt ég. Nei, ég á sjaldan aur á mánaðarmótum en ég er ánægður með að hafa eitt litlum aur þennan mánuð.
Ég var bara létt að grínast meða að versla mig á hausinn en í dag fór ég og keypti mér ryksugu sem gengur fyrir 12 hestafla bensínmótor. Þvílíkt trillitæki! Nei, nei, bara grín.
BTW. Fæ ég að dorma í einhverjum sófa eða á ég kannski bara að mæta með teppi og regnhlíf?

Nafnlaus sagði...

Ég keypti mér tölvudót fyrir 25þús, Borgaði inná vísakortið, Lækkaði yfirdrátt, keypti bílbelti í bílinn 20þús, Fór til akureyrar og verzlaði eins og það væru engar fatabúðir til á auztur ízlandi! fór í bæinn með strákunum og sóaði pening í skyndibita og keypti rándýrt flugfar 12þús til egilsstaða.

Ps. Rúðan og það var 12þús :D

Unknown sagði...

Glæsilegt Sindri! Svona á að gera þetta. Lifa eins og kóngur. Vín, konur og bús! Lengi lifi.

Nafnlaus sagði...

ég ætla að eyða öllum mínum penginum í Bjór á Tenerife :D toppið það!!

Unknown sagði...

Já, það er fátt sem toppar það að ferðast til útlanda eftir bjór. Til hamingju Andri, ég vona að þú takir konuna með:-D

Nafnlaus sagði...

Um að gera að eyða þessu áður en Nibiru kemur í heimsókn og ofan á það þá er svo gaman að eyða peningum ef maður á efni á því.

Nafnlaus sagði...

já og þú mátt breyta linkinu á bloggið mitt sem er núna http://www.gunnaregg.blogspot.com

Nafnlaus sagði...

Hehe

Já það er óþarfi að eiga afgang að aurum enda eru þeir til að eiða þeim..

Nafnlaus sagði...

Orlof? Hvað er það?

Unknown sagði...

Í einu hefur mér gengið vel í lífinu og það er einmitt það að eyða og þó peningar komi til mín reglulega, hverfa þeir jafn reglulega og ég er ekkert smá ánægður.
Ég heyrði af þessu orlofi fyrir langa löngu og veit hvað það er. Það er peningur sem vinnuveitandi borgar þegn sínum fyrir að fara í frí. Þegnanum er samt frjálst að eyða þessari borgun í skynsamlega í eitthvað sem engu máli skiptir.

Nafnlaus sagði...

Vinnuveitandi borgar MÉR? Djöfull missti ég af þeim fundi. Ég er búinn að vera borga honum. Iss mar...

Unknown sagði...

Er þá ekki bara búið að reka þig?

Unknown sagði...

Ég hef fengið tryggingu fyrir því að ég verð auralaus töluvert fyrir næstu mánaðamót.
Nú hefur Lánasjóður Íslenskra Námsmanna sent mér reikning upp á 84.000 krónur. Hrikalegt og ég er nýbúinn að kaupa mér ryksugu, borvél, hamar og sög.