
Ingredients:
1stk. brauðsneið.
80 gr. lifrarpylsusneið.
1 sneið samlokuostur.
Aðferð: Takið fram brauðristavél, komið henni fyrir á eldhúsborði og stingið rafmagnsklónni sem tengd er í brauðristavélina, í samband. Takið upp brauðsneiðina og haldið henni milli fingra ykkar og setjið hana lóðrétta ofan í brauðristavélina og stillið tímarofan á henni á eina og hálfa mínútu. Munið að sleppa takinu á brauðsneiðinni. Þegar brauðristavélin hefur rist brauðsneiðina, takið hana upp úr brauðristavélinni og setjið hana á þar til gerðan disk af hentugri stærð. Takið upp ósoðna lifrarpylsusneiðina og leggið ofan á brauðsneiðina miðja og setjið svo samlokuostinn ofan á. Neytið. Meðlæti: Grey Earl te. Verði ykkur að góðu.
1stk. brauðsneið.
80 gr. lifrarpylsusneið.
1 sneið samlokuostur.
Aðferð: Takið fram brauðristavél, komið henni fyrir á eldhúsborði og stingið rafmagnsklónni sem tengd er í brauðristavélina, í samband. Takið upp brauðsneiðina og haldið henni milli fingra ykkar og setjið hana lóðrétta ofan í brauðristavélina og stillið tímarofan á henni á eina og hálfa mínútu. Munið að sleppa takinu á brauðsneiðinni. Þegar brauðristavélin hefur rist brauðsneiðina, takið hana upp úr brauðristavélinni og setjið hana á þar til gerðan disk af hentugri stærð. Takið upp ósoðna lifrarpylsusneiðina og leggið ofan á brauðsneiðina miðja og setjið svo samlokuostinn ofan á. Neytið. Meðlæti: Grey Earl te. Verði ykkur að góðu.
8 ummæli:
:) Sýnist ég þurfa að stoppa í olís á eftir.. :) ég kaupi eh gott..
Það eru til sex fiskibollur í ísskápnum sem þarf að elda. Þær eru á síðasta snúning.
Svo er líka til sykurskertur sveskkjugrautur og rjómi og það er til eplagrautur í efstu hillunni í ísskápnum. Ef þú vilt það ekki þá er til Cocoa Puffs og undanrenna.
Buon appetita.
Quiznos er málið held ég... Kaupi samt mjólk á eftir
Vantar ekki að vita hvað ost á að nota? Annars lyktar þessi uppskrift af.....einfaldleika.
Ræman er flott hjá þér, en hvað er Þorsteinn J. að gera í henni?
Í ísskápnum heima hjá mér er til sojaostur, þrjár sneiðar. Halli á þær, þannig að mér finnst tilvalið að nota hann, ostinn sko. Svo er hann líka hollur eða eitthvað. Þorsteinn J?! Hvar?!
Quiznos er gott. Er það ekki komið í einhverja sjoppuna hérna á Austur Íslandi?
Olíú verslun ízlands eða örðu nafni OLÍS. Soldið dýrt finns mér samt
Svo er bjór oft sagður vera fljótandi brauð. :)
Takk, mér líður strax betur.
bjór með skinku og osti.
Skrifa ummæli