föstudagur, 6. júní 2008

ÞJÓÐARHYLLI

Það er föstudagskvöld og við Róbert erum að borða harðfisk og Halli er nýfarinn heim.
Við Halli horfðum á sannsögulega Bandaríska sjónvarpsmynd um Íshokkílandslið Bandaríkjanna sem vann Heimsmeistara og Evrópumeistara Sovétríkin á Ólympíuleikunum 1980.
Við Halli horfðum á þetta. Halli flissaði yfir myndinni, mér leið eins og ég væri að horfa á knattspyrnuleik og hélt með öðru liðinu en vissi samt, fyrirfram að hitt liðið ynni. Grátlegt.
Bandaríski fáninn sást fjórum sinnum í sjónvarpinu. Fyrst í upphafi myndarinnar, tvisvar um miðbikið og svo þegar fáninn var dreginn mitt á milli Sovéska og Sænska fánans eftir
úrslitaleik Ólympíuleikanna. Maklaust þvaður. Af hverju þurfa íbúar Jaraðar að búa við markaðssetningu Bandaríkjanna?
Í lista og hönnunarsögunni í Iðnskólanum vorum við frædd um "útvarp fólksins", þar sem Hitler notfærði sér þá nýju tækni á framleiðslu viðtækja. Þau voru í þann garð gerð, að hægt var að framleiða þau að einungis var hægt að stilla þau á "local" útvarpsstöðvar þannig að þegnar landsins hlustuðu eingöngu á þýskar útvarpsstöðvar og þannig bar hann boðskap sinn til þeirra sem báru brjóst til föðurlandsins.
Bandaríkin hafa stigið skrefinu lengra og spreyjar einhverjum "local" boðskap um allan heiminn. Sögur sem eiga heima í Bandaríkjunum.
Ég man þegar ég var barn og horfði á sjónvarpið. Þá var allt best og frábærast sem kom frá Bandaríkjunum. Maður var svo saklaus og vitlaus. Man einhver eftir Bruce Springsteen sem söng lagið "Born in the U.S.A"? Ég fýlaði þetta lag í ræmur um tvítugt. Málið er , að í dag hef ég eina hugmynd um af hverju ég kunni það utan bókar. Vegna þess að ég var heilaþveginn af Hollywood. Þetta er bullandi Þjóðrembingur. Í öllum kvikmyndum sem koma frá Bandaríkjunum sést Bandaríski fáninn a.m.k. einu sinni. Hugsið ykkur áróður í kvikmyndum sem settar eru á heimsmarkað. Það kæmi mér ekki á óvart að kanarnir hefðu laumað inn fánanum einhversstaðar í Gladiator.
Í upphafi myndarinnar var Bandaríska Íshokkílandsliðið ekki flís í rass en komst samt á Ólympíuleikanna en framundan voru daglangar þjálfunarbúðir undir ströngum þjálfara í hlutverki Kurts Russels. Liðið æfði stýft og það kom að þeir spiluðu æfingaheimaleik gegn sjálfum heimssmeisturunum. Bandaríkin lágu, 10-0. Þetta var um miðbik myndarinnar eins og samkvæmt kvikyndaformúlu frá Hollywood. Formúlan er; hamingja, Bandaríski fáninn, niðurlæging, Bandaríski fáninn, rembingur, Bandaríski fáninn, happy ending, Bandaríski fáninn.
Þegar kreppunni á Íslandi lýkur, legg til að Ísland kaupi hollywood og hnattvæði Jörðina á allskonar álfa og tröllabulli sem jarðarbúar geta alveg eins trúað eins og einhverju bjálfabulli frá Norður Ameríku, sviplíkum íslenskum stórriðjumótmælum, bjánaleg, asnaleg, sauðaleg, fáránleg, ömurleg og allt það.

19 ummæli:

Unknown sagði...

jÁ ÞAÐ ER RÉTT. Ég HATA Bandarískt framleiðsluefni.

Nafnlaus sagði...

Þetta var árið 1980. Og farðu yfir stílinn þinn, hann er uppfullur af stabsetningarvilllumm.

Unknown sagði...

Hey kommon. er fullur og argur. btw. tók myndina af minni eigin framleiðslu hérna rétt áðan. farðu að sofa kúkur.

Unknown sagði...

Ég er þá búinn að laga stabsetningavilllurr og skella inn árinu.
Ég vil endurtaka það að ég tek ekki á móti kommentum í eyra, þau á að færa inn hér. Golli, drullastu til þess.

Nafnlaus sagði...

Helvíti ertu nú amerískur í þér fyrst að eigin framleiðsla er svona litrík.

btw, náði fyrsta fuglinum mínum í golfinu í dag, Tiger má fara að passa sig.

Unknown sagði...

Veistu það að ég get framleitt 8 þjóðfána á þennan hátt.
btw. Til hamingju með fyrsta fuglinn. Hvert fórstu til veiða? Maður sleppir fyrsta lundanum sem maður veiðir en þú hefur ekki gert slíkt?

Nafnlaus sagði...

ég fór til hvaleyris til veiða, ákvað að sleppa honum ekki. smjörsteikti hann og saltaði. frekar seigur undir tönn verð ég að segja.

Unknown sagði...

kannski færð af honum ræpu í fánalagi. Mundu bara að einbeita þér að einhverri ákveðinni þjóð þegar þú rembist, þá gæti komið eitthvað sniðugt.

Nafnlaus sagði...

er ekki einhver þjóð með brúnan fána?

Nafnlaus sagði...

Við getum náttúrulega stofanað smáríki sem verður með brúnann fána :) En ég elska hollywood :) Kannski þetta eldist af mér.. hver veit.

Nafnlaus sagði...

Pant vera forseti! Áfram Bollywood!

Unknown sagði...

Kanski er fáni Austur Íslands brúnn, held hann sé samt grænn grár og gulur með krossinum á ská.
Ég hef aldrei séð fánan vegna þess að fánastangir eru ekki leifðar hérna austan meginn rétt eins og hljóðfærin.
Þegar Ísland eignast Hollywood þá gerum við það að smáríki og verðum með brúnan fána og Fúsi getur verið fosseti.

Nafnlaus sagði...

Engin hljóðfæri leyfð? Þarf ég þá að smygla gítarnum mínum þegar ég kem?
Hmm...ég veit, ég set risastóran smokk utan um hann og gleypi. Málinu reddað.

Nafnlaus sagði...

Fúsi :) gætirru reddað mér strengjum... ? búinn að slíta báða "neðstu" strengina sem ég átti :) Himmi getur kannski sagt þér hvað þeir heita....

Nafnlaus sagði...

Hvernig strengi? Nylon eða stál? Mjúka eða harða?
Kaupi bara heilt sett, algjört rugl að skipta bara um 2 strengi.

Unknown sagði...

Fúsi keypti strengi. þeir kosta 5.000 krónur.

Nafnlaus sagði...

- 50.000 krónur. Tek ekki debet og kreditkort, cash only.

Nafnlaus sagði...

Hva 50 þús er ekki neitt :) Bara ein hraðasekt hjá Lenu...

Unknown sagði...

ÓKEY, 50 ÞÚSUND KALL. Fúsinn ætlaði bara að rukka 1800 eða 1900 kall.