miðvikudagur, 18. júní 2008

HANN ER FARINN

Hann lá á dýnunni í stofunni með sængina yfir höfðinu. Aðeins nefið og munnurinn nutu berrýmis. Hann hraut vært. Hann var þreyttur eftir gærdaginn, reyndar alla vikuna sem hann hafði eytt hjá vini sínum austur á landi. Einkennilegt hvað sjávarþorp og náttúran getur haft áhrif á menn. Hann var uppgefinn og vildi komast heim í rúmið sitt. Móðir hans gaf honum þetta frábæra rúm. Hann hafði ekki þorað að spyrja hana hvað það kostaði því hann fann hverja einustu nótt að hún hafði ekki keypt það í lágvöruverslun. Hann velti fyrir sér hvernig hún hefði keypt það en trúði ekki því sem honum kom til hugar og ekki hafði hann kjart til að spyrja því hann vildi ekki eiga á hætti að móðga hana.
Klukkan hringdi sex mínútur yfir níu og ætlaði hann að leggja af stað sex mínútur yfir tíu fyrst honum fannst of snemmt að leggja af stað klukkan sex. Talan sex hafði veitt honum heppni gegnum árin, svona nokkrum sinnum en ekkert of oft.
Hann opnaði augun til hálfs og sá útundan sænginni að köttur vinar hans sat á dýnunni og horfði á hann. Honum brá og hljóðaði upp. Kötturinn hljóp í burtu. Hann henti af sér sænginni og settist upp og sá að föggur hans biðu eftir honum hann átti bara eftir að gera sig tilbúinn. Hann sat ennþá á dýnunni þegar hann seildist eftir buxunum en honum langaði frekar að skríða aftur undir sængina og liggja þar fram eftir degi. Honum fannst þetta vera besta sæng í heimi. Hann kom sér á fætur og skammaðist sín fyrir að hafa látið köttinn hræða sig.
Vinur hans kastaði á hann kveðju á leiðinni á salernið og hann fann þá þegar að honum var orðið verulega mál. Hann steig fast í fæturna til skiptis til að stemma við þrýstingnum. Það var eins og hann þyrfti að bíða til eilífðar en svo opnaði vinur hans dyrnar og vildi tala við hann en hann játti út í loftið og smeygði sér inn um dyrnar.
Hann horfði út um gluggan. Það var rigning og skýjað. Ekki það ferðaveður sem hann vildi en eftir spánni. Ekki mikill vindur. Hann rendi upp buxnaklaufinni og skolaði hendurnar, burstaði tennurnar sem hann hafði ekki sett í glas og skoðaði sig í speglinum. Hann hefði mátt raka sig.
Vinur hans var kominn á ról og klæddur og með tebolla í höndunum. Þeir skiptust á nokkrum orðum. Dvölin, golfið, bæjarkráin og lífið fyrir austan. Svo var komið að brottför. Félagarnir tókust í faðma við útidyrnar og kötturinn fylgdist með og gékk á brott í þann mund er hann átti að fá klapp í kveðjuskini. Honum fannst þetta vandræðalegt en líka spaugilegt.
Klukkan var sex mínútur yfir tíu og hann veifaði vini sínum úr bílnum. Hann hafði gangsett bílinn einni mínútu fyrr og þar til klukkan sló sjöttu mínútuna, hafði hann setið og þjóst vera að koma sér þægilega fyrir á meðan vinur hans beið eftir að fá að vinka honum þegar bíllinn rynni úr hlaði. Það var svalt í bílnum. Hann hefði átt að fara í peysuna en honum þótti ekki taka því að stöðva til þess eins og því ók hann hægt í gegn um bæinn. Hingað á hann ekki eftir að koma í bráð en hann átti eftir að sakna vinar síns. Rigningin buldi á rúðunni en það var nóg að hafa letingjann á. Hann hafði ekki kveikt á útvarpinu. Kunni einhvern veginn ekki við það þar sem bærinn var svo friðsamur að honum fannst kyrrðin svo þægileg. Hann hafði lært það að þarf ekki að vera með eitthvað í eyrunum. Honum leið betur og ók út úr bænum.
Hann hafði komið með sólina með sér fyrir viku og hafði hafið á hægri hendi. Nú tók hann rigninguna með sér og hafði hafið á þeirri vinstri. Sérstakt að sjá hina hliðina á landslaginu. Öðruvísi. Annað land.
Hugur hans leiddi hann að heimaslóðum. Hann má ekki gleyma að hringja af og til í foreldrana sína á leiðinni. Þau ætla að elda fyrir hann þegar hann kemur. Heim a býður hans svo sjónvarpið og rúmið og kerlingin á efri hæðinni býður hans með reikning fyrir tjóninu á bílnum hennar. Hann tók andvarp. Það var líka tjón á bílnum hans eftir að hann hafði rekist utan í hann í upphafi ferðalagsins hingað austur.
Hann ákvað að láta það spilast eftir hendinni varðandi kerlinguna en hann ætlaði ekki að gleyma að byrja á að biðja hana afsöknunar á framferði sínu.
Gleyma!, hrópaði hann upphátt. Hann fékk á tilfinninguna að hann væri að gleyma einhverju. Ósjálfrátt hægði hann ferðina, svo lagði hann bílnum í vegarkantinum, hengdi báðar hendur ofan á stýrið, hallaði höfðinu svo á stýrið. Hann átti ekki til eitt einasta orð. Ljúfu sænginni hafði hann gleymt.
Nú voru góð ráð dýr. Hann hafði ekið sleitulaust í klukkustund og ef hann æki til baka væru stundirnar orðnar tvær, þannig að þrjár stundir tapast.
Hann sá sjálfan sig í hillingum í rúminu, skjálfandi undir laki, snöktandi, bangsalaus.
Hann hringdi í vin sinn og bað hann um að aka á móti sér með sængina. Þeir féllust aftur í faðma og kvöddust. Það var gott að hitta á hann aftur.
Þjóðvegurinn leið áfram og fjölbreitt náttúran opnaði faðm sinn hvað eftir annað, sólargeislar sáust úr fjarska og hafið fjarlægðist.Hann var feginn að hafa fengið sængina sína en fór hjá sér við bangsatilfinninguna sem hann hafði haft og þá mundi hann eftir því að heima hjá vini sínum, hafði hann gleymt að sturta niður. Hann faldi andlit sitt í hendi sér og andaði frá sér. Svo sætti hann sig við það og hringdi í vin sinn.

14 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Bara að kvitta fyrir að ég hafi lesið þetta, veit hvað þér finnst gaman að fá komment. Kv. Golli

Unknown sagði...

Þakka þér fyrir Golli. Það er rétt hjá þer þetta með kommentið. Ég nærist á þeim.

Nafnlaus sagði...

KOMMENT! :) Ættir að skrifa skáldsögu..

Unknown sagði...

Hmm... ég gæti skrifað bók um Lukku Láka og félaga. Bókin gæti heitið Vesen í varmahlíð.

Nafnlaus sagði...

Eða þú gætir skrifað sögu um hann fúsa... Gætum sagt að hann væri drykkfeldur teppasölumaður sem myndi flengja konuna á efrihæðinni fyrir leigu.. eða selja sig á hlemm ?

Nafnlaus sagði...

Já hvernig væri að skrifa skáldsögu??????????????? Ættir að hafa nægan tíma til þess.. get alveg ímyndað mér þig vera sitjandi í gömlu kofaræskni einn með ritvél og köttinn með þér svo að þú farir ekki endanlega yfirum og svo loks þegar að skáldsagan er tilbúin þá sleppirðu þér í gamni og glensi áður en þú sekkur þér aftur niður í ritvélina í kofaræskninu talandi við köttinn með hálffullt glas af viský og sígarettu í kjaftinum...
kveðja
Toffy

Unknown sagði...

Ef skrifaði sögu um Fúsa þá yrði hún of dökk og sorgleg en jafnframt full af skemmtilegustu fylleríum evör.
Dökk og sorgleg vegna þess að þynkan hjá honum getur verið svo öflug.
Toffy. Ég á tvær fína fartölvur og ég hefði ekki þolinmæði í að leiðrétta villur með tippexi og leigi þessa ágætu íbúð og kýs hana frekar en einhvern kamar út í garði.
Við Róbert tölum nú þegar saman á hverjum degi, yfirleitt á vinsamlegum nótum og hvorugir drekkum við koníak en 7 ára Havana Club romm eða Armanak 15 ára eða eldri þægi ég.
Hefur þú einhverntíma séð mig gamna mér yfir bloggfærslum? Nei? ég hef látið mér nægja að hnippa í fólk og spyrja það hvort það hafi nokkuð gluggað í bloggsíðuna mína. Það er það mesta, þú veist það allra best. ekki satt.
Þetta er nú alveg ágætis hugmynd hjá þér. Leiga á kofa er sennilega ekki há og ég gæti sparað rafmagn með því að nota ritvél og drukkið áfengi til að halda á mér hita og rabbað við róbert sem mótmælir aldrei. Þakka þér fyrir!

Unknown sagði...

Hvernig finnst ykkur annars frásögnin?

Nafnlaus sagði...

Helvíti góð bara :)

Nafnlaus sagði...

Einstök snilld. er hlandviss að söguhetjan er fjallmyndarlegur víkingur.

Unknown sagði...

Takk fyrir strákar og jú rétt, söguhetjan er einn sá fjallmyndarlegasti og kynþokkafyllsti víningur sem gengið hefur um jarðir Austur Íslands.

Nafnlaus sagði...

Eyddi deginum í dag að setja inn 10 klukkustundir af vídeó inn á tölvuna. Er byrjaður að klippa. Sorry Hilmir, Finnland verður að bíða eins og Vídeóið sem ég lofaði Alla. Ég bara verð að koma þessu frá mér annars verð ég geðveikur(veikari).
Vonandi verður þetta tilbúið til frumsýningar þegar þú og Sindri fyllibytta komið í bæinn.

Nafnlaus sagði...

Hver er þessi "Hann"?
Gamall kærasti? Eða kannski ímyndunarvinur?
Eða kannski gaur sem dreymir um að hann sé dulbúinn sem hóra með sítt hár sem er að fara ráða fólk af dögum með því að dulbúast sem hóra, en enda svo með að fara að gera sér dælt við hórur hússins og síðan hringir einhver fáviti og VEKUR HANN AF ÞESSUM ÆÐISLEGUM DRAUMI!!!!

...draumar eru kool.

Unknown sagði...

Hann er réttátur.
Hann er friðarsinni.
Hann er í Falun Gong.
Hann er í Saving Iceland.
Hann er í Green Peace.
Hann er fyrirmynd.
Hann er bestur.
Hann er fallegur.
Hann er er góður á liktina.
Hann er kærleiksríkur.
Hann er duglegur.
Hann er hress.
Hann er skemmtilegur.
Hann er herramaður.
Hann er rokkstjarna.
Hann er kappakstursmaður.
Hann er atvinnumaður í knattspyrnu.
Hann er Leedsari.
Hann er frægur.
Hann er æðislegur.
Hann er vel mentaður.
Hann er föðurlandsvinur.
Hann er kvikmyndastjarna.
Hann er með fallegt hár.
Hann er bestur í heimi.
Hann er enginn hóra.
Hann er tilvonandi öryggisvörður.