sunnudagur, 24. ágúst 2008

Áfram strákar

Þá vitum við það, ekkert Ólympíugull til Íslands. Frakkarnir sáu til þess. Ég skil ekki ennþá af hverju ég var að koma mér á fætur til þess að horfa á þennan leiðinlega handboltaleik. Ég uppskar ekkert nema leiðindi. Þó frakkarnir væru að rassskella íslendingana hverja einustu mínútu, þá voru þeir með þennan leiðinda leikaraskap. Ef þeir ná ekki almennilega að grípa boltan eða að þeir komi sér ekki í gott færi, þá láta þeir sig detta og komast upp með það á kostnað íslendingsins sem stendur við hlið hans. Og hvað er að dómurum sem líta framhjá þessu? Þeir eiga að dæma á þetta bara vegna þess að það er svo leiðinlegt að horfa upp á þetta. Svona löguðu nenni ég ekki. Að vakna fyrir klukkan átta á sunnudagsmorgni og þurfa að líða þetta og það að íslendingarnir skuli halda það að markmaður sé partur að markinu og af hverju þurfa þeir að henda boltanum í tréverkið þegar auðveldara er að senda hann í netið. Ég er ekki í vondu skapi, ég bara er ekki í góða skapinu.
Til hamingju frakkar, mér finnst þið leiðinlegir og að þið spilið leiðinlegan handbolta og ég vil ekkert meira af ykkur vita og ég ætla að vera bitur það sem eftir er.
Öðru máli gegnir að ég er ánægður með að strákarnir skuli hafa náð silfrinu og spilað lika þennan frábæra handbolta fram að úrslitaleiknum og ætla ég nú að standa upp og hringja í 907-2800.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gæti ekki verið meira sammála... Fór að sofa um 5 leytið og þurfa að vakna fyrir þetta! Frakkar meiga brenna í helvíti! :) En samt sem áður góður árangur hjá strákunum! :) og Takk fyrir helvíti góða chill helgi!

Unknown sagði...

já, geðveik flott chill helgi og frábær nótt á hótelinu.

Nafnlaus sagði...

Á ekki að drulla frá sér einni færslu frá ítalíu ?

Unknown sagði...

jújú, ég hlít að geta strumpað einhverju á skjáinn.

Nafnlaus sagði...

Á ekki að drulla frá sér bloggi? Búinn að vera að bíða eftir ítölsku bloggi! :D