laugardagur, 18. október 2008

ÓFRIÐUR Á HEIMILINU II

Það voru leiðindi á heimilinu í morgun. Fúsi var kominn á fætur og byrjaður á morgunæfingum þegar Hilmir staulaðist á fætur. Hann var síðastur á fætur, kófsveittur því glugginn í svefnherberginu var lokaður. Róbert ráfaði um íbúðina en settist svo í gluggann til að fylgjast með hundum nágrannans gera þarfir sínar í garðinn á meðan eigandinn fylgdist stoltur með.
Hilmir settist í hægindastólinn og tók púlsinn á Fúsa sem var að hita upp fyrir einn af leikjum dagsins. Hilmir bauð honum góðan dag og Fúsi gaf sér tíma til að líta upp og kasta kveðjunni til baka.
Það var kveikt á sjónvarpinu og leikur Hull City og Arsenal var um það bil að hefjast. Lið Hull er stjörnum prýtt, Eiður Smári Guðjónssen, Hilmir Arnarson og sjálfur Vigfús Rafnsson ráða miðjunni og sókninni. Þjálfarinn er Benidorm Mussolini sem enginn kannast við. Þegar staðan er orðin 1-0 fyrir The Gunners, dæsir Hilmir, þungur á brún og stendur upp til að fá sér hunangs Seríós með undanrennu, setur svo kaffið yfir. Á meðan laumast Róbert úr gluggasillunni og kemur sér fyrir í þægindastólnum til að fylgjast með leiknum.
Hilmir hefur ákveðið að taka daginn almennilega, það er margt sem liggur fyrir. Hann þarf að klára verkefni fyrir skólann, skúra gólfið, laga loftnetið á bílinn, fylgjast með enska boltanum og leggja undir, setja í vél, greiða reikninga, laga til í bílnum, laga svalirnar og dyrnar og vaska upp og hann byrjar á því.
Það er heil eilífð af glösum sem bíða eftir að verða þvegin og hann hugsar með sér að hann hafi ekki tíma í allt það sem liggur fyrir. Það er laugardagur og hann á að liggja í leti fyrir framan imbann eða tölvuna en hann sér ekki fram á að það verði þannig.
Hann dæsir á meðan hann skolar af glösunum. Vaskurinn er fullur af taui og heita vatnið gusast yfir það með látum og slettist í allar áttir og Hilmir er orðinn blautur á buxunum.
Kaffið er til og feginn tekur hann hlé þegar hann tekur eftir því að hitamiðstöðin er stillt á
25°. Hann hefur aldrei sett mælinn svona hátt og hann hafði stillt hitann á 18° áður en hann fór í háttinn. Hann gekk inn í stofu og sá þar að Róbert hafði komið sér vel fyrir í hægindastólnum.
Róbert leit upp og horfði beint framan í Hilmi og hugsaði sennilega með sér "Hvað?!". Það var ekkert við þessu að segja og Hilmir gekk áfram inn í stofu. Staðan orðin 2-0 fyrir Arsenal og Fúsi orðinn ergilegur í framan.
-Af hverju eru gluggarnir opnir? varpar Hilmir spurningunni til Fúsa á yfirvegaðan máta.
-Að því það var svo heitt hérna áðan svarar Fúsi og finnur að Hilmi stendur ekki á sama.
-Er það vegna þess að miðstöðin er stillt á 25°?. Röddin í Hilmi er orðin dálítið þung.
-Já, það var svo kallt þegar ég fór á fætur. Fúsi hefur ekki enn litið upp frá tölvuleiknum og hamast á stýripinnanum.
-Stillir þú þá á tuttugu og fimm gráður og opnar svo gluggana? Spyr Hilmir og nú er röddin orðin há.
-já. Fúsi lítur eitt augnablik á Hilmi. Leikurinn er mikilvægur og staðan er enn 2 - 0.
Hilmir horfir á Fúsa og sýpur af kaffinu, svo snýr hann sér við en tekur eftir því að Fúsi glottir út í annað.
Morgunbunan var ekki eins góð og vanalega og Hilmir horfði á sig í speglinum. Hann var enn þrútinn í framan vegna þess að súrefnið í svefnherberginu var svo lítið. Hárið á honum stóð allt út í loftið og það var sérstaklega áberandi hvað það var þunnt. Af hverju getur hárið á fúsa ekki verið svona. Hann er með þykkan mokka og hann þarf ekki einu sinni að greiða sér á morgnana. Alltaf eins.
Hilmir saup af kaffinu og gekk rakleiðis inn í eldhúsið þar sem skilduverkið beið hans. Honum leið eins og hann væri komin niður í lest að gera að þorskinum sem hann veiddi í gamla daga. Hendurnar á fullu, hnífurinn í hægri og gapandi þorskurinn í vinstri, þumallinn undir gellunni og vísifingurinn í vinstri auganu, svo skar hann á hálsinn, neðan við tálknin, alveg inn að hryggbeini. Blóðið lak í stríðum straum en þó ekki í nema nokkrar sekúndur. Hnífnum var komið fyrir, mitt á kvið hans, framan við kviðuggann og blaðið sneri upp og hnífs oddinum stungið inn en alls ekki of langt. Loka hreifingin var svo framkvæmd. Hnífsblaðið rann niður kviðinn og staðnæmdist við nára og innyflin komu fram í dagsljósið. Fiskurinn gapti enn en gerði sér sennilega ekki grein fyrir ástandi sínu enda að dauða kominn.
Leikurinn í stofunni var búinn. Við náðum ekki að rétta úr kútnum og töpuðum. Hilmi var sama enda hafði hann ekki getu til að nota stýripinnan. Fúsi var að huga að liðinu og stilla að upp á nýtt. Framundan var leikur gegn Stoke City og hann mátti ekki við að tapa honum.
Hilmir gerði að leirtauinu í vaskinum. Hendurnar á fullu, uppþvottaburstinn í hægri, gapandi glasið í vinstri, þéttingsfast grip um glasið og heitt vatnið rann inn í glasið og gusaðist út um allt, yfir blómið í gluggasyllunni, á borðið og gólfið á Hilmi sjálfan sem lét það ekki á sig fá. svo skrúbbaði hann glasið að utan og dýfði glasinu ofan í rjúkandi heitt vatnið.
Burstinn lék í hendi Hilmis þegar hann renndi honum inn. Strokurnar voru taktfastar, inn og út allan hringinn. Löðurinn varð meiri og meiri þangað til hann flæddi úr glasinu. Glasið varð hreinna, hann skolaði af því löðurinn og kom því fyrir á vísan stað á uppþvottagrindinni.
Leirtauið kom nú á færibandi. Þúsund glös, þúsund diskar og það glumdi í vaskinum þegar Hilmir þjösnaðist áfram.
-Á ég ekki að hjálpa þér? Fúsi stóð í hæfilegri fjarlægð frá Hilmi.
-Nei, ég geri þetta einn sagði Hilmir og leit ekki upp frá uppvaskinu.
Fúsi gekk beint til leiks og stýripinninn emjaði af áreynslu.

14 ummæli:

Unknown sagði...

Shit, þetta er langt.

Nafnlaus sagði...

haha þú verður að fara að temja stjörnustelpuna þína :D Á ekki að komast upp með leiki endalaust :d
kveðja
Toffy

Nafnlaus sagði...

kemur nú ekkert fram í þessu andskotans bloggi að það var ÉG sem endaði svo að vaska upp!!!

Nafnlaus sagði...

Djöfull var þettað skemmtileg lesning.Hefði viljað vera viðstaddur þegar að það var verið að ræða um hitastillinn,sá ykkur báða vel fyrir mér.
Kveðja austur
Hólmar

Nafnlaus sagði...

Sko....Hilmir er kelling sem þolir ekki smá kulda-golu, á meðan ég get harkað af mér móðurharðindin.....

Unknown sagði...

Takk Hólmar, þú hefðir alveg mátt vera viðstaddur en svo hefðir þú þurft að fara.
Fúsi, það létust meira enn 50.000 manns í móuðarðindunum.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst það svona frekar fyrir neðan beltisstað að skrifa inn í færsluna eitthvað ætlað undirmeðvitundinni. Ef það var ásetningur þá ertu illkvittinn drengur Hilmir Arnarson!
En kannski ætla ég þér of mikla dýpt í þínum skifum og er bara sjálf svona vafasöm í hausnum.

Nafnlaus sagði...

:) Skemmtileg lesning :D Var næstum búinn að afskrifa þig sem bloggara... Núna þarf ég að fara að skrifa blogg :) Kannski það verði í nótt ? Stay tuned....

Unknown sagði...

Hver ku vera hin nafnlausa og vafasama kvennsa sem deilir orðum sínum með oss?
Má vera að það sé Fúsans móðir?
Hver var annars ásetningurinn?

Nafnlaus sagði...

Gaman að lesa bullið um ykkur af austurlandinu.

Kveðja frá Kabúl.

Unknown sagði...

Þakka þér kveðjuna Heiða. Hvað ertu að hangsa þarna endalaust út í Kabúl?! Væri ekki nær að skella sér til Bandaríkjana og nota riffilinn almennilega? Þar hafa verið gefin út veiðileifi á einn gamlan tindáta, eitt Nonodýr og einhverja gamla tussu sem spreðar peningum landans í tau og brækur á sjálfa sig. Svo gengur líka skrattinn sjálfur laus á þeim bæ. Hann kallar sig Georg en verður bráðum valdalaus en hann er bara svo vitlaus og leiðinlegur að ef þú sérð hann máttu plaffa hann í leiðinni.
Kær kveðja þangað út.

Unknown sagði...

ég er búinn að rína í orð nafnlausu og vafasömu konunnar. Hún var þá ekkert vafasöm eftir allt saman og hvað þá nafnlaus, Bjarghildur. Ég þykist þekkja hana á orðalaginu og ég man líka að við áttum gott samtal um uppvask.

Nafnlaus sagði...

Já Himmi minn, ég held því samt til streitu að þessi grein inniheldur laumu-erótík.

Where´s Waldo?

Kv. Bisa

Unknown sagði...

Máttugur er penninn. Ég hef þá komið þér til með skrifum mínum.
Ég man þegar hvolpavitið skaut upp kollinum, þá laumaðist ég til að glugga í Tígulgosann. sögurnar þar voru bísna erótískar, eiginlega lostafullar. Að minsta kosti standpínuvænar svo ég fari nú að þegja.