föstudagur, 8. ágúst 2008

GJÖF AÐ OFAN

Hvað ætlar þú að gera við peningana sem þú fékkst endurgreitt frá skattinum á dögunum? Eða fékkstu engan pening? Skuldar bara og ert fúll og bitur? Skatturinn búinn að ræna þig og þú ætlar að kæra?
Svo við snúum okkur nú aftur að málinu. Hvað ætlar þú að gera við peningana sem Skattmaðurinn gaf þér? -Reglurnar eru þær sömu og áður: Það má ekki segja: skynsemi, bankareikningur, vextir og safna.
Það má segja: eyða, spreða, sóa, kaupa, versla, óþarfi, eignast, fjárfesta, lán.
Og fyrir þá sem fengu ekki krónu, þá má ekki segja: réttlátt, rétt reiknað, skiptir mig engu og alveg sama.
En það má segja: andskotans, svindl, þjófnaður, skítapakk og rugl.

7 ummæli:

Unknown sagði...

Ég fékk ekki neitt, bara núll og nix og strax að nálgast núllið á bókinni.

Nafnlaus sagði...

Ætli maður lækki nú ekki yfirdráttir.... hehe ... búinn að blogga fyrir þig sykurpúði

Unknown sagði...

Lækka yfirdráttinn?! Hverskonar durtaháttur er þetta. Menn eiga að eiða peningunum í vitleysu!

Nafnlaus sagði...

ndskotans, svindl, þjófnaður, skítapakk og rugl. Létu mig borga í þarna aldraðasjóðinn!!!

Nafnlaus sagði...

Helvítis þjófar!

Unknown sagði...

Þjófar, ræningar, rupplarar og handrukkarar.

Unknown sagði...

Vela á minst. Andri ég skulda þér pening.