Það er komið sumar. Sammála? Trúið mér, þessi bloggfærsla verður í styttra lagi. Eins og hvert vinnandi mansbarn, var orlofið greitt út nú fyrr í mánuðinum og kom væn fúlga að góðu. Nú er mánuðurinn að enda kominn og ég hef gert mér grein fyrir því að ég hef ekki ráðstafað aurnum og er í plús nú undir mánaðamótin. Einkennileg tilfinning, hálf óþægileg. Í dag ætla ég að fara í mollið og kaupa mér jakkan (11.900) sem fór mér svo illa í gær. Ég tók stærð L en vanalega tek ég S eða M. Sennilega framleitt í Kína. Þetta var grænn hermannajakki með spælum og útstandandi pokavösum og fór mér afskaplega illa. Svo fer ég í Húsasmiðjuna og kaupi Hitachi batterísborvel (13.990) svo ég geti lagað svalagólfið. Reyndar dugar topplyklasettið hans Halla til þess en ég held ég taki mig nokkuð vel út með vélina, sérstaklega ef ég býð fullt af fólki í heimsókn. Rauðu ryksuguna (16.990) sem ég var að skoða í gær, kaupi ég. Hún getur mergsogið ýlustrá. Þá get ég ryksugað teppið í stiganum hvern einasta dag. Já og meðan ég man, þá ætla ég að borga skuldina mína til Sindra (10.000) en vonandi verður það ekki til þess að ég komi honum í svipuð peningavandræði og mín. Svo vantar bensín á bílinn (8.000). Gerir þetta ekki um 60.000 kall? Nú ætti ég að vera kominn neðan við núllið og vanaleg vandræði því fram að mánaðamótum.Þá er komið að stóra málinu. Hvað ætlar þú að gera við orlofspeningana sem vinnuveitandinn gaf þér? Það má ekki segja: skynsemi, bankareikningur, vextir og safna.
ÞAð má segja; Eyða, spreða, sóa, kaupa, versla, óþarfi, eignast, fjárfesta, lán.
PS! Vildi bara benda á að það má alveg kommenta á fyrri blogg. bæjó.


