
Sæll. Ertu ekki búinn að hafa það gott? Af hverju valdirðu Danmörk? Færðu ekki nóg útborgað til að fara á betri staði? Væri ekki nær að fara til Afríku og veiða nokkur Nonodýr? Jæja, hafðu það sem best.
Toffy er að gera útaf við mig og ég er búinn að fá nóg. Henni finnst alltaf svo gaman í vinnunni, dag eftir dag og ég get ekki haldið áfram að þykjast að vera hress enda dugar það skammt. Maður er alltaf að standa sig að því að hlæja með til þess að sýna félagslindi en ég er ekki lengur að nenna því. Er smuga að þú gætir komið henni yfir á aðra vakt. Eða sennilega best að senda hana eitthvert í bæinn í staðbundna gæslu í Kringlunni, Hagkaupum eða eitthvað þvílíkt?. Toffy talar of mikið og ég er orðinn þreyttur á að segja alltaf já, aha ókey, ég skil, í alvörunni og þar eftir götunum. Svo er hún alltaf að heimta að ég ætti að vera í góðu skapi þó ég sé sáttur við að vera í fýlu eða grumpy á morgnanna.
Annars fyrir utan allt þetta þá höfum við það bara nokkuð gott, sitjum bara hérna í 620 og skoðum það helsta á netinu en förum annað slagið í andlegar girðingaferðir Svo erum við búin að finna upp á leik, feluleik. þá fer eitt okkar og felur sig hvar sem er í 620. Svo fer annað þeirra sem eftir er til að finna þann er felur sig og tekur allt upp á vídeó. Svo stekkur sá er faldi sig og gargar eins og hún getur. Þetta er sérstaklega skemmtilegt á dagvöktum því þá eru svo magir sem glápa á mann gangandi um bygginguna með myndavél á lofti.
Við Toffy köllum okkur Vondu Öryggisverðina því við erum svo vond við starfsfólk Alcoa. Við öskrum á það við minnsta tilefni og erum viss um að við komumst upp með það því enn hefur enginn kvartað yfir þessu framferði. Við fréttum reyndar af einum strák sem hefði hætt en ég held það sé ekki út af okkur.
Jæja, meira var það ekki að sinni, bið að heilsa frúnni og sjáumst hressir í byrjun Júlí.
Hilmir
Toffy er að gera útaf við mig og ég er búinn að fá nóg. Henni finnst alltaf svo gaman í vinnunni, dag eftir dag og ég get ekki haldið áfram að þykjast að vera hress enda dugar það skammt. Maður er alltaf að standa sig að því að hlæja með til þess að sýna félagslindi en ég er ekki lengur að nenna því. Er smuga að þú gætir komið henni yfir á aðra vakt. Eða sennilega best að senda hana eitthvert í bæinn í staðbundna gæslu í Kringlunni, Hagkaupum eða eitthvað þvílíkt?. Toffy talar of mikið og ég er orðinn þreyttur á að segja alltaf já, aha ókey, ég skil, í alvörunni og þar eftir götunum. Svo er hún alltaf að heimta að ég ætti að vera í góðu skapi þó ég sé sáttur við að vera í fýlu eða grumpy á morgnanna.
Annars fyrir utan allt þetta þá höfum við það bara nokkuð gott, sitjum bara hérna í 620 og skoðum það helsta á netinu en förum annað slagið í andlegar girðingaferðir Svo erum við búin að finna upp á leik, feluleik. þá fer eitt okkar og felur sig hvar sem er í 620. Svo fer annað þeirra sem eftir er til að finna þann er felur sig og tekur allt upp á vídeó. Svo stekkur sá er faldi sig og gargar eins og hún getur. Þetta er sérstaklega skemmtilegt á dagvöktum því þá eru svo magir sem glápa á mann gangandi um bygginguna með myndavél á lofti.
Við Toffy köllum okkur Vondu Öryggisverðina því við erum svo vond við starfsfólk Alcoa. Við öskrum á það við minnsta tilefni og erum viss um að við komumst upp með það því enn hefur enginn kvartað yfir þessu framferði. Við fréttum reyndar af einum strák sem hefði hætt en ég held það sé ekki út af okkur.
Jæja, meira var það ekki að sinni, bið að heilsa frúnni og sjáumst hressir í byrjun Júlí.
Hilmir